fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Pamela Anderson byrjuð aftur með 18 árum yngri ástmanninum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 18. mars 2019 10:30

Kannski endist það í þetta sinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynbomban og aðgerðarsinninn Pamela Anderson er byrjuð aftur með knattspyrnukappanum Adil Rami, en aðeins sex mánuðir eru síðan þau hættu saman. Pamela er 51 árs en Adil er 33ja ára.

Samkvæmt fjölmiðlinum TMZ eru Pamela og Adil búin að vera saman í nokkrar vikur. Pamela og Adil byrjuðu fyrst saman árið 2017 og flutti Pamela til Frakklands til að búa með ástmanninum. Í viðtali við The Sun bjóst hún hins vegar ekki við því að sambandið myndi endast.

„Verum ástfangin eins lengi og við getum og ef sá dagur kemur að þú horfir á mig og hugsar: „Oj“, þá get ég farið og búið í öðru landi.“

Margar sögusagnir hafa farið á flakk um af hverju þau hættu saman fyrir hálfu ári. Ein þeirra fólst í því að Pamelu fannst samband þeirra skemma fyrir þeim tíma sem Adil ætti með börnunum sínum tveimur, tvíburunum Zayn og Madi sem eru tveggja ára. Önnur flökkusaga segir að Adil hafi djammað of mikið og banni Pamelu að tala við fjölskyldu sína og vini. Þá var því einnig haldið fram í grein í Page Six að Pamela hefði slitið sambandinu vegna þess að Adil hafi byrjað að tala um hjónaband.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Karólína svarar staðhæfingum um fitufordóma: „Ég var kölluð trukkur daglega í grunnskóla“

Karólína svarar staðhæfingum um fitufordóma: „Ég var kölluð trukkur daglega í grunnskóla“
Fókus
Í gær

Stjörnumerkið þitt segir til um hvaða Netflix þætti þú ættir að horfa á

Stjörnumerkið þitt segir til um hvaða Netflix þætti þú ættir að horfa á
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragna gefur út ljóðakver í minningu bróður síns – Bjarni svipti sig lífi

Ragna gefur út ljóðakver í minningu bróður síns – Bjarni svipti sig lífi
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er bara rétt að byrja, ef maður getur sagt það eftir 11 ár“

„Ég er bara rétt að byrja, ef maður getur sagt það eftir 11 ár“