fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Kristina gefur út myndband við Eurovisionlag sitt

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristina Bærendsen hefur sent frá sér myndband við lagið Mama said, eða Ég á mig sjálf eins og það heitir á íslensku. Lagið er eftir Svein Rúnar Sigurðsson og textinn eftir Svein og Valgeir Magnússon. Guðný Rós Þórhallsdóttir leikstýrði myndbandinu.

Kristina tekur þátt í Söngvakeppninni í Háskólabíói á laugardagskvöld og keppir um tvö laus sæti á úrslitakvöldinu.

„Það var ótrúlega gaman að taka upp þetta myndband. Við vorum nær eingöngu með stelpur í öllum störfum við tökurnar sem var mjög skemmtilegt girl power. Lagið er líka þannig lag,“ segir Kristina.

„Eins og Birtu Rán Björgvinsdóttur tökumann, Thalia Echeveste í smink og búninga og svo Dorotheu Olesen Halldórsdóttur framleiðanda. Til viðbótar var fjöldi fólks sem lagði hönd á plóginn svo þetta væri hægt,“ segir Guðný um myndbandið.

Kristina og Guðný á tökustað myndbandsins

„Conseptið er að gera Kristinu að Barbie dúkku sem er föst inni í Barbie heimi en þarf svo að brjótast út úr honum til að finna sig sjálfa. Saga sem margir geta tengt við. Við erum svo oft föst inni í gildum samfélagsins um það hvernig við eigum að vera og svo þroskumst við og finnum okkur sjálf. Þá áttum við okkur á að það leyfist að brjóta reglurnar sem við héldum að væru óbrjótanlegar,“ segir Guðný.

Hér má myndband um gerð tónlistarmyndbandsins,

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Konunglegt foreldrafrí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Anna Mjöll bætir fjöður í hattinn

Anna Mjöll bætir fjöður í hattinn
FókusFréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskar furðufréttir: Köttur hélt mæðgum í gíslingu – Íbúi á Sauðárkróki varð ástfanginn af uppblásinni dúkku

Íslenskar furðufréttir: Köttur hélt mæðgum í gíslingu – Íbúi á Sauðárkróki varð ástfanginn af uppblásinni dúkku