fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Kári við Guðna: „Þetta er ekki sjúkdómur enn, helvítis auminginn þinn“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 22. febrúar 2019 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, hefur tileinkað sér nýjan og heilbrigðari lífsstíg, eftir að læknir greindi honum frá því að hann væri við það að fá sykursýki B. Þetta kom fram í Ísland í dag.

„Þetta kom nú ekki til af góðu, ég var orðinn 105-106 kg, þungaviktarmaður í pólitík, ég varði mig með því. Var bara  orðinn mjög þungur.“

Guðni fékk þá að heyra það frá lækni að  hann væri við það að fá sykursýki II.

„Þá á ég erindi við Kára Stefánsson og ég segi við hann: „Jæja Kári minn þá er nú dauðadómurinn kominn, ég er víst að fá sykursýki B.“  Hann tekur þetta og lítur á það og segir:  „Þetta er ekki sjúkdómur enn helvítis auminginn þinn. Þú getur læknað þig sjálfur. Þú bara breytir um matarræð og ferð að  hreyfa þig, lyfta og tekur þetta út í svitanum,“ og það var eins og ég hefði verið frelsaður.“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar

Hann fór að ráði Kára og breytti um lífsstíl. Hann reynir í dag að sneiða sem mest framhjá sykri og mætir reglulega í World Class að æfa. Hann byrjar daginn á því að fá sér AB-mjólk með íslenskum tröllahöfrum, en svindlar þó stundum og fær sér hafragraut. Honum tókst að koma sér úr rúmum 100 kílóum yfir í 88 kíló.

„Ég tók bara sykurinn, sem er eiturefni og veldur því að íslendingar eru orðnir feitir, ég tók hann út eins og ég gat.“

Bræður hans gerðu grín af árangrinum og sögðu við hann: „Þú ert orðinn svo horaður að þú ert orðinn ljótur.“ En Guðni stressaði sig ekki yfir þeim ummælum, enda skiptir útlitið litlu. Hann gekk út fyrir löngu síðan og það skiptir hann meira máli að vera hraustur heldur en að líta vel út. En Guðni sagði:

„Bræður mínir sem elska sauðfé og hugsa allt út frá sauðfé, þeir segja: „Guðni þú ert orðinn svo horaður að þú ert orðinn ljótur!“ Ég segi við þá, mig varðar ekkert um fegurðina lengur, ég vil bara hreystina. Ég náði í Margréti ungur ég þarf ekkert að hugsa um þetta lengur, bara hreysti.“

Þá sagði Guðni að lokum:

„Líkaminn er einnota fyrirbæri, andinn er eilífur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar