fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Gjafapokinn á Óskarnum afhjúpaður: Allar stjörnurnar fá ferð til Íslands

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 20:00

Verður stjörnufans á Íslandi á næstunni?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunin verða afhent næstkomandi sunnudag, þann 24. febrúar, vestan hafs. Óvenjumikil spenna ríkir fyrir hátíðinni í ár þar sem það er algjörlega óútreiknanlegt hvaða listamenn hreppa hnossið.

Óskarsverðlaunin eru stærsti viðburður ársins í heimi kvikmynda og flykkjast stjörnurnar á rauða dregilinn til að sýna sig og sjá aðra. Eitt af því sem vekur ávallt mikla athygli á Óskarnum eru gjafapokarnir sem þeir sem tilnefndir eru fá. Gjafapokarnir eru veglegir og hleypur verðmæti á milljónum króna.

Nú er búið að afhjúpa gjafapokann á Óskarsverðlaununum sem fara fram næsta sunnudag, en athygli vekur að allir þeir sem tilnefndir eru fá utanlandsferð fyrir sig og gesti. Geta stjörnurnar valið um að fara til Íslands, Galapagos-eyja, Amazon eða Kosta Ríka og Panama. Því gæti farið svo að stórstjörnurnar Lady Gaga, Mahershala Ali, Bradley Cooper, Rami Malek og Christian Bale séu allar á leið til landsins, ásamt öðrum tilnefndum listamönnum.

Í gjafapokanum er einnig að finna handgert súkkulaði, áfengi, gosdrykki, smákökur, hótelgistingu í Grikklandi og sérgert glerlistaverk úr smiðju John Thoman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Paris Jackson á spítala eftir sjálfsvígstilraun

Paris Jackson á spítala eftir sjálfsvígstilraun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhann hefur myndað akstursíþróttir í áratugi

Jóhann hefur myndað akstursíþróttir í áratugi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eurovision-sérfræðingar telja Hatara geta unnið Eurovision: Kalla Klemens „engilinn frá Reykjavík“

Eurovision-sérfræðingar telja Hatara geta unnið Eurovision: Kalla Klemens „engilinn frá Reykjavík“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gísli safnar fyrir Krabbameinsfélagið – Vinnufélagar ráða mottunni

Gísli safnar fyrir Krabbameinsfélagið – Vinnufélagar ráða mottunni