fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Alda Karen gengin út

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 09:00

Alda og Ástrós eru glæsilegar saman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumkvöðullinn og fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín er byrjuð að stinga saman nefjum með förðunar- og félagsráðgjafnum Ástrós Erlu Benediktsdóttur.

Sambandið er nýtt af nálinni en turtildúfurnar hafa spókað sig saman í New York að undanförnu, þar sem Alda Karen er búsett, og meðal annars tekið þátt í tískuvikunni í New York og hátíðarhöldum til að fagna kínverska nýárinu.

Öldu Kareni þarf vart að kynna en hún hefur náð ótrúlegum árangri þrátt fyrir ungan aldur. Er hún helst þekkt fyrir fyrirlestra sína þar sem hún gefur fólki svokallaða lífslykla til að hjálpa því að verða besta útgáfan af sjálfu sér. Alda Karen vekur sífellt meiri athygli erlendis og er til dæmis einn af þremur fyrirlesurum á viðburðinum Spartan X Leadership í Queens í New York þann 12. apríl næstkomandi, þar sem forsvarsmenn fyrirtækja á borð við Amazon, Google og JP Morgan leita sér leiðtogaþjálfunar.

Ástrós Erla hefur einnig notið velgengni í sínu starfi sem förðunarfræðingur og var ekki gömul þegar hún tók við starfi skólastjóra í NN MakeUp School. Eftir það sneri hún sér að hinum ýmsu verkefnum og hefur í gegnum árin unnið mikið í tískuheiminum, auglýsingum, tónlistarmyndböndum og kvikmyndum bæði hér heima og erlendis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Joe Rogan ræddi typpi Hafþórs í löngu máli: „Hann er villimaður, hann er frá fokking Íslandi“

Joe Rogan ræddi typpi Hafþórs í löngu máli: „Hann er villimaður, hann er frá fokking Íslandi“
Fókus
Í gær

Pamela Anderson byrjuð aftur með 18 árum yngri ástmanninum

Pamela Anderson byrjuð aftur með 18 árum yngri ástmanninum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáið myndirnar: Tryllt stuð á árshátíð Árvakurs

Sjáið myndirnar: Tryllt stuð á árshátíð Árvakurs
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlustaðu á lagið sem komst ekki í Söngvakeppnina

Hlustaðu á lagið sem komst ekki í Söngvakeppnina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Patrekur á og rekur 100 manna fyrirtæki í Noregi

Patrekur á og rekur 100 manna fyrirtæki í Noregi
Fókus
Fyrir 4 dögum

19 ár liðin frá upphafi þáttanna 70 mínútur – Brot af því besta

19 ár liðin frá upphafi þáttanna 70 mínútur – Brot af því besta