fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Deila vandræðalegum sögum þegar fólk skildi íslensku í útlöndum: Sjóari gat ekki beðið eftir að veita munnmök í Taílandi

Fókus
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sennilega hafa margir Íslendingar, sem á annað borð hafa farið til útlanda, gantast með þann kost íslenskunnar að hún gerir manni kleift að baktala eða tala hispurslaust erlendis þar sem fáir skilja tungumálið. Vandamálið er þó að fólk sem skilur íslensku leynist víða og hafa því margir lent í bobba þess vegna. Á vefsíðunni Reddit voru íslenskir notendur síðunnar spurðir hvort þeir ættu slíkar sögur og viðbrögðin stóðu ekki á sér. Hér fyrir neðan mál lesa nokkrar slíkar.

„Á flæðandi túr“ í Kaupmannahöfn

Einn notandi kom með tvær góðar sögur frá Kaupmannahöfn. „Þegar ég var í Nettó í Köben þá var kona að tala í síma við vinkonu um að hún væri á flæðandi túr. Hún var ekki að tala hátt en hún var alls ekki að tala fallega um þetta. Aðallega um hvernig baðherbergið leit út eins og morðvettvangur. Önnur góð saga er þegar ég var á Blasen, fór með danskan vin (sem endaði að míga á rúðuna) og ég var að tala svakalega brotna dönsku en tvær vinkonur fara að tala um hversu heitur félaginn minn væri en að ég leit út eins og ég hefði villst af (dyke bar), sagði félagann minn hvað þau hefðu sagt og hann hoppaði á barinn keypti 3 skot og joinaði þær svo, hoes before bros eins og hann sagði alltaf,“ lýsir notandinn.

Þetta er þó ekki eina sagan úr Danaveldi. „Ég bý í Köben og hef oftar en ekki heyrt íslendinga tala mjög hátt og frjálslega um margskonar hluti. Það sem kemur fyrst upp í hugann á mér er þegar ég var á leiðinni heim úr vinnunni seint um kvöld á laugardegi, og íslenskt par töluðu mjög hátt um það hvað planið þeirra væri um kynlíf kvöldsins,“ lýsir einn notandi.

Vandræðalegt atvik í Portúgal

Annar notandi lýsti sérlega vandræðalega atviki í Portúgal. „Ekki mín saga en stelpa sem ég þekki bjó í Portúgal og var í lyftu með systur sinni. Inn gengur svona Ameríku-feit portúgölsk kona og þær fara að tala um hversu feit hún er á íslensku. Þegar lyftan stoppar gengur sú feita út, lítur við og segir „ég hafi búað á Íslandi í fimm ár“ og ströttar í burtu,“ segir notandinn.

Einn notandi sagði sögu frá Bandaríkjunum. „Þetta gerðist fyrir nokkrum árum þegar ég var í Washington DC rétt við hliðin á Lincoln-styttunni. Ég, mamma og pabbi minn ákveðum að það væri líklega gaman að leigja hjól frá svona hjólastandi sem var þarna, þetta virkaði þannig að þú borgaðir bara og varst rukkaður fyrir þann tíma sem þú varst á hjólinu. Allavega, við löbbum upp að standinum þar sem hjólin voru og sé að það voru þrú hjól laus, en svo eru foreldrar mínir smá lengi þannig að einhver maður kemst á undan okkur, ég stend fyrir aftan manninn og segi við foreldra mína „þessi djöfull náði hjólinu á undan okkur“, maðurinn snýr sér við, biðst afsökunar á íslensku og labbar í burtu, ég frýs bara og segi ekki neitt,“ lýsir sá.

Vandræðalegt augnablik í Svíþjóð

Sagan frá Stokkhólmi er þessi: „Eitt sinn þegar ég var á leið heim úr skólanum (bjó í Stokkhólmi) voru tvær mæður að tala um hægðir ungbarna í strætó. Í lok samtalsins sagði ein þeirra „vonandi skilur enginn hér íslensku…“ og hló. Ég skildi því miður… það var frekar ógeðslegt,“ segir notandinn.

Enn vandræðalegra atvik í Taílandi

En vandræðalegasta sagan er sennilega þessi: „Fyrir svona sirka mánuði, var að fljúga til Austurlanda fjær, var að millilenda í Frankfurt og þar er öllum skóflað uppí rútu og tveir íslenskir sjóarar sem virðast vera öðru hvoru megin við fertugt stilla sér upp við hliðin á mér og frúnni. Annar þeirra byrjar að tala um hvað hann sé spenntur fyrir því að sjúga tittling á stelpustrák í Taílandi og að hann finni sér þannig kærustu í hvert skipti sem hann fer. Þetta samtal heldur áfram í svona korter sem við erum samferðafélagar og er frekar myndrænt og var sláandi meira að segja fyrir mig. Hef heyrt íslendinga segja misfallega hluti úti á götu hér og þar útí heimi og býð þeim alltaf góðan daginn til að minna þá á að heimurinn sé minni en þeir halda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda