fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Saka Friðrik Ómar um lagastuld: „Þetta er bókstaflega eftirlíking“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 18. febrúar 2019 11:00

Margir benda á að lag Friðriks Ómars sé mjög líkt slagara Rihönnu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson komst áfram í úrslit Söngvakeppninnar á laugardag með lagið Hvað ef ég get ekki elskað? Síðan að lagið var sett á efnisveituna YouTube hafa þó margir talið það ansi líkt laginu Love on the Brain með Rihönnu.

„Þetta er hvorki frumlegt né minnir á Love on the Brain. Þetta er bókstaflega eftirlíking af stórkostlegu lagi Rihönnu,“ skrifar Abdullah Eren Demirel við íslensku útgáfuna á YouTube fyrir tveimur vikum.

„Þetta er hreint út sagt æðislegt. Hljómar smá eins og Love on the Brain samt,“ skrifar Yusuf fyrir þremur vikum við sama myndband. Sama er uppi á teningnum við ensku útgáfuna.

„Rihanna hringdi, hún vill fá demóið fyrir Love on the Brain aftur,“ skrifar Jerrik Engen fyrir þremur vikum.

Á Eurovision-blogginu Wiwiblogs var bent á líkindi með laginu strax og allir keppendur í Söngvakeppninni voru afhjúpaðir.

„Smá Love on the Brain-stemming í laginu, en það skemmir ekki fyrir,“ er skrifað á bloggsíðunni.

Upptaka af frammistöðu Friðriks Ómars um helgina er komin á YouTube og þar heldur þessi umræða áfram.

„Þetta er eftirlíking af Love on the Brain. Oj,“ skrifar Tom Schilling og Bjarri K er sammála. „Þetta lag er stolið.“

Takið þátt í könnuninni neðst í greininni – Eru lögin of lík?

Unchained Melody veitti innblástur

Í samtali við DV vísar Friðrik Ómar því á bug að Love on the Brain hafi veitt honum innblástur við lagasmíðina. Það var hins vegar annað lag sem gerði það.

„Unchained Melody er innblásturinn,“ segir Friðrik Ómar. Hann tekur umræðuna hins vegar ekki nærri sér. „Nei, ég geri aldrei lítið úr skoðunum fólks.“

Hann er að vonum hæstánægður með að komast áfram og með viðtökur fólks við laginu.

„Fólk dansar vangadans við lagið mitt. Sem er það fallegasta „ever“.“

Fjölmargir Íslendingar tístu einnig um líkindin á meðan á Söngvakeppninni stóð, en tístin má sjá hér fyrir neðan:

Nú getur hver dæmt fyrir sig. Hér er lag Friðriks Ómars, Hvað ef ég get ekki elskað:

Hér er svo lag Rihönnu, Love on the Brain:

Takið þátt í könnuninni:

Finnst þér lögin of lík?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Joe Rogan ræddi typpi Hafþórs í löngu máli: „Hann er villimaður, hann er frá fokking Íslandi“

Joe Rogan ræddi typpi Hafþórs í löngu máli: „Hann er villimaður, hann er frá fokking Íslandi“
Fókus
Í gær

Pamela Anderson byrjuð aftur með 18 árum yngri ástmanninum

Pamela Anderson byrjuð aftur með 18 árum yngri ástmanninum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáið myndirnar: Tryllt stuð á árshátíð Árvakurs

Sjáið myndirnar: Tryllt stuð á árshátíð Árvakurs
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlustaðu á lagið sem komst ekki í Söngvakeppnina

Hlustaðu á lagið sem komst ekki í Söngvakeppnina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Patrekur á og rekur 100 manna fyrirtæki í Noregi

Patrekur á og rekur 100 manna fyrirtæki í Noregi
Fókus
Fyrir 4 dögum

19 ár liðin frá upphafi þáttanna 70 mínútur – Brot af því besta

19 ár liðin frá upphafi þáttanna 70 mínútur – Brot af því besta