fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Biðst ekki afsökunar á kynferðislegu áreiti: „Það er skelfilegt að tala um þetta“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 09:30

Segist hafa lært mikið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nafnlaus kona, sem kölluð er Grace, steig fram í pistli á vefsíðunni babe.net í fyrra og sakaði grínistann Aziz Ansari um kynferðislegt áreiti. Í pistlinum var lýst hvernig Grace fór á stefnumót með Aziz og hve ágengur spéfuglinn hefði orðið eftir stefnumótið.

„Á augabragði var hönd hans á brjósti mínu“

Aziz bauð Grace heim til sín eftir kvöldverð á fínum veitingastað. Þegar þangað var komið dáðist Grace að borðplötu í eldhúsi grínistans.

„Hann sagði eitthvað eins og: Af hverju hopparðu ekki upp á og sest?“ segir Grace í pistlinum og bætir við að Aziz hafi síðan kysst hana. „Á augabragði var hönd hans á brjósti mínu.“

Aziz hafi síðan afklætt Grace og svo sjálfan sig. Henni segist hafa liðið illa og að mikill hiti hafi færst í leikana á stuttum tíma, að Aziz hafi til að mynda veitt henni munnmök og rekið fingur inn í leggöng hennar, þrátt fyrir að hún hafi sagt honum að róa sig og reynt að komast í burtu frá honum, sem hann leyfði ekki.

„Ég veit að ég var líkamlega að gefa merki um að ég hefði ekki áhuga. Ég held að hann hafi ekki tekið eftir því, eða hunsað merkin ef hann tók eftir þeim.“

Niðurlægður

Aziz var að prófa nýtt grínefni í New York í vikunni og talaði mikið um þessar ásakanir í fyrsta sinn frá því að hann gaf út stutta yfirlýsingu í kjölfar færslunnar í fyrra. Samkvæmt frétt Vulture sagði Aziz við áhorfendur að hann hefði ekki talað mikið um þetta því hann vildi melta þetta og ákveða hvað hann ætti að segja.

„Það er skelfilegt að tala um þetta,“ sagði Aziz. „Á tímum var ég í miklu uppnámi. Ég var niðurlægður og ég fór hjá mér. Að lokum leið mér hræðilega yfir því að þessari manneskju liði svona,“ bætti hann við.

Grínistinn vonar að þetta atvik hafi leitt til einhvers góðs.

„Ég vona að þetta hafi verið skref fram á við. Þetta lét mig hugsa mikið og ég vona að ég hafi orðið betri manneskja fyrir vikið.“

Það er sérstaklega tekið fram að Aziz baðst ekki afsökunar á athæfi sínu fyrir framan áhorfendurnar en rifjaði upp samtal við vin sinn sem sagði að pistill konunnar hafi látið hann endurhugsa öll stefnumót sem hann hefði farið á.

„Ef þetta hefur orðið til þess að ég og hinir strákarnir hugsa um þessa hluti og látið okkur vera hugulsamari og meðvitaðri og viljugri til að leggja okkur meira fram og tryggja að hinum aðilanum líði vel, þá er það gott,“ sagði hann og þakkaði áhorfendum fyrir að mæta á uppistandið sitt þrátt fyrir allt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Lögmaðurinn og blaðamaðurinn

Lítt þekkt ættartengsl: Lögmaðurinn og blaðamaðurinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rakel Unnur hætti að drekka og ákvað að láta drauminn rætast: „Ég er loksins að fá allt til baka sem ég hef gert“

Rakel Unnur hætti að drekka og ákvað að láta drauminn rætast: „Ég er loksins að fá allt til baka sem ég hef gert“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir hjónabandið við Michael Jackson hafa verið blekkingu: „Ég var sú sem sagði við hann: „Ég skal eignast börnin þín“

Segir hjónabandið við Michael Jackson hafa verið blekkingu: „Ég var sú sem sagði við hann: „Ég skal eignast börnin þín“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fókus býður í bíó – Þorir þú á eina umtöluðustu hrollvekju ársins?

Fókus býður í bíó – Þorir þú á eina umtöluðustu hrollvekju ársins?