fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Þreyttir á afbökun goðafræðinnar

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 15. desember 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndasagan Vargöld vakti mikla athygli við útgáfu hennar árið 2016 en þar er norrænni goðafræði stillt upp á bæði nýstárlegan og sígildan máta. Bókin, sem er teiknuð skáldsaga (e. graphic novel), var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna þess árs í flokki barna- og ungmennabóka og er ætluð fólki 15 ára og eldri. Sagan fjallar í grunninn um goð og menn á heiðnum tíma sem teygir sig um marga heima, frá upphafi veraldar til endaloka hennar. Unnið er út frá þeim frumheimildum sem liggja fyrir í fornritunum og reynt er að halda eins mikilli tryggð við þær frásagnir og mögulegt er auk þess sem skapaðar persónur eru notaðar til aðstoðar.

Vargöld kemur úr smiðju þeirra Þórhalls Arnórssonar, Jóns Páls Halldórssonar og Andra Sveinssonar og hefur lengi verið draumaverkefni þeirra. Nýlega var gefin út önnur bókin í seríunni en þremenningarnir stefna að því að gefa út þríleik. Myndlistarmaðurinn og tattúmeistarinn Jón Páll er teiknari sagnanna, en hann er búsettur í Barcelona. Þeir Þórhallur hafa verið vinir síðan úr grunnskóla og lengi deilt áhuga á að gera myndasögu sem spannar goðafræðina. Þórhallur er höfundur bókanna, Andri framleiðandi og segir Jón Páll þá þremenninga hafa verið staðráðna í að segja söguna á réttan hátt, að hans sögn, án þess að tekið væri of mikið listrænt leyfi með efnistökin.

„Það má segja að við höfum verið orðnir þreyttir á afbökun á norrænu goðafræðinni og túlkun sem hefur lítið með hana að gera,“ segir Jón Páll og vísar meðal annars í Marvel-hetjuna Þór og íslensku teiknimyndina Hetjur Valhallar. „Enginn hefur verið að segja þessar sögur eins og þær eru sagðar í frumheimildum, en hjá okkur er allt unnið upp úr gömlu ritunum.“

Fagmenn
Jón Páll ásamt Jörmundi Hansen, fyrrum allsherjargoða, í útgáfuhófi.

Að sögn Jóns Páls fór aðdragandi þessa verkefnis ekki á milli mála hjá félögunum. „Þessar sögur úr goðafræðinni eru einfaldlega svo skemmtilegar og magnaðar. Það er eitthvað svo frábært við þessar hetjur, þessar ofurhetjur í raun, og hvað þær eru breyskar og kostulegar,“ segir hann. „Þessar miklu hetjur eru mannlegar og skemmtilega gallaðar. Ragnarök verða í raun til út af mistökum goðanna. Til dæmis þá fremja þeir fyrsta morðið á helgri jörðu. Þeir gera alla þessa hluti sem þeir banna sjálfir. Það er allt við þessar persónur sem heillar með ýmsum hætti.“

Jón Páll segir aðra bókina í röðinni vera allt öðruvísi en þá fyrri og tekur hver bók um tvö ár í vinnslu. Hann segir þremenningana vera gífurlega spennta fyrir viðbrögðum og áframhaldinu og síðar stendur til að dreifa bókunum víða erlendis þegar þríleikurinn er fullkláraður, en sögurnar eru fáanlegar hér á landi á bæði íslensku og ensku. „Draumur okkar er að klára þennan þríleik og síðar meir gefa út stakar bækur um hið ýmsa úr goðafræðinni, til dæmis sérbók um Ragnarök,“ segir Jón Páll.

Jón Páll er afar ánægður með afraksturinn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Í gær

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Í gær

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell