fbpx
Laugardagur 04.apríl 2020
Fókus

Dramatísk sambandslit Heiðdísar MUA: Draumaprinsinn segist hafa fengið nálgunarbann gegn henni

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðdís Rós Reynisdóttir, eða Heiðdís Rós Celebrity MUA, og Fazard Sepahifar, sem Heiðdís kallaði draumaprinsinn sinn, virðast vera hætt saman. Þau voru trúlofuð. Af samfélagsmiðlum þeirra að dæma þá eru þessi sambandsslit óvenjudramatísk, en Sepahifar fullyrðir að hann hafi séð sig knúinn til að fá nálgunarbann gegn Heiðdísi.

Þúsundir Íslendinga hafa fylgist með lífi Heiðdísar á samfélagsmiðlum undanfarin ár en þar gefur hún fylgjendum sínum innsýn í líf sitt. Sumir lýsa yfir áhyggjum sínum yfir gangi mála nú. DV greindi frá kynnum þeirra í fyrra.

Þá lýsti Heiðdís því hvernig hún skrifaði niður lýsingu á draumaprins sínum og svo örfáum dögum síðar birtist Sepahifar. Hann er rúmlega þrítugur athafamaður og er honum mikið í mun að sýna ríkisdæmi sitt á Instagram.

Heiðdís segir að talan 11 séu hennar happatala og það reyndist heppilegt í fyrra. „Þann 3. september settist ég niður og skrifaði lýsingu á drauma manni. Ellefu dögum síðar fór ég á stefnumót með Fazard og segja má að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn,“ sagði Heiðdís í samtali við DV.

Hún sagði þau Fazard hafa smollið strax saman og að lífið væri dásamlegt. „Við erum ekki búin að vera aðskilin síðan við hittumst fyrst. Við erum með sama persónuleika og ég held að ef ég væri karlmaður þá væri hann klón af mér,“ sagði Heiðdís þá.

En nú er komið annað hljóð í strokkinn. Í gær birti Sepahifar myndband á Instagram-síðu sinni þar sem hann fullyrti að hann hafi þurft að óska eftir nálgunarbanni gegn Heiðdísi. Myndbandið er nú horfið en DV sá það þó.

Sumt lifir þó enn því fyrir fimm dögum birti hann myndbönd þar sem hann tilkynnti heiminum að hann væri orðinn einhleypur og merkti það #beverlyhillsproblems. „Hvað er títt, félagar? Fyrir ykkur sem vitið það ekki, eða hafið ekki tekið eftir því, þá ákváðum við Heiðdís að fara í sitthvora áttina. Við náðum samkomulagi um það. Það kom í ljós að þetta var ekki að virka, því við viljum mismunandi hluti í lífinu. Svo já, við erum hætt saman,“ segir hann þar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr hópur á Facebook slær í gegn – Ert þú „hjálplegur“ á Facebook?

Nýr hópur á Facebook slær í gegn – Ert þú „hjálplegur“ á Facebook?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hrund um ástandið vegna kórónuveirunnar: „Það gefur ykkur smá innsýn í líf öryrkja“

Hrund um ástandið vegna kórónuveirunnar: „Það gefur ykkur smá innsýn í líf öryrkja“
Fókus
Fyrir 5 dögum

10 kostulegustu Facebook-hóparnir á Íslandi

10 kostulegustu Facebook-hóparnir á Íslandi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jesús, djöfullinn og Björn – Mikil leynd hvílir yfir kvikmyndinni

Jesús, djöfullinn og Björn – Mikil leynd hvílir yfir kvikmyndinni
Fókus
Fyrir 1 viku

Bein útsending – Partí á Dillon með Einari Ágústi

Bein útsending – Partí á Dillon með Einari Ágústi
Fókus
Fyrir 1 viku

Gefur íslenskum karlmönnum falleinkunn – Gjaldþrot, rúnturinn, afsláttamiðar á Subway og ofbeldisfull fyrrverandi kærasta

Gefur íslenskum karlmönnum falleinkunn – Gjaldþrot, rúnturinn, afsláttamiðar á Subway og ofbeldisfull fyrrverandi kærasta