fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Heiðar Sumarliðason – Þolir ekki næntís harðlífishljómsveitir á borð við Creed

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 30. nóvember 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðar Sumarliðason er handritshöfundur, framleiðandi og leikstjóri sem hefur verið áberandi síðastliðið ár á útvarpsstöðinni X-ið með afþreyingarþáttinn Stjörnubíó. Nú á dögunum fór Heiðar af stað með nýjan útvarpsþátt, Eldur og brennisteinn, ásamt Snæbirni Brynjarssyni en þó heldur Heiðar sínu fyrra hólfi með framannefndum þætti. Heiðar er tekinn í yfirheyrslu DV.

 

Hvert var þitt fyrsta starf?
Ég byrjaði að bera út DV þegar ég var 10 eða 11 ára gamall. Það hafði í för með sér að ég átti alltaf vasapeninga, gat því keypt mér snúð og kók á hverjum degi, enda var ég orðinn vel spikaður þrettán ára. Ég náði því af mér tveimur árum síðar og hef vart borðað sætindi síðan. Þetta var nota bene áður en offitufaraldurinn reið yfir börnin okkar, það voru kannski bara fjórir feitir í árganginum. Hef því átt betri ár en 8. og 9. bekk.

Hvar líður þér best?
Heima í faðmi fjölskyldunnar. Vil helst ekki fara út úr húsi eftir klukkan fjögur.

Hvað óttastu mest?
Að missa fjölskylduna.

Hvert er þitt mesta afrek?
Að hafa fengið konuna mína til að giftast mér. Ef þú hefðir spurt mig þegar ég var sem feitastur árið 1993, þá hefði ég giskað á að ég yrði hreinn sveinn að eilífu.

Hver er leiðinlegasta hljómsveit í heimi?
Ég skipti alltaf um stöð þegar eitthvað með Muse fer í loftið. Svo þoli ég ekki næntís harðlífishljómsveitir á borð við Creed.

Hver er frægasti einstaklingurinn í símaskránni þinni?
Það hlýtur að vera Jóhannes Haukur Jóhannesson. Ég er svona skáumboðsmaður fyrir hann, eða ráðgjafi. Við erum með samning, ég held honum niðri á jörðinni og hann reynir að hífa mig upp.

Besta ráð sem þú hefur fengið?
Man ekki eftir neinu í svipinn. Hins vegar hef ég tekið eftir að fólk sem er sífellt að skipta sér að öðrum og „ráðleggja“ er oft fólkið sem minnst hefur efni á því. Taki það til sín sem við á.

Hvert er leiðinlegasta húsverkið?
Ég er ótrúlega liðtækur í húsverkunum, þarf að vera það, því ekki þéna ég vel. En það er þó eitt sem ég þoli ekki tengt húsverkum og það er að fara með dót í Sorpu. Það er fátt sem mig hryllir jafn mikið við.

Hver er fyrirmynd þín í lífinu?
David Brent.

Besta bíómynd allra tíma?
Pulp Fiction eða Empire Strikes Back. Get ekki gert upp á milli þeirra.

En sú versta?
Ég man hvað The Matrix-framhöldin ollu mér miklum vonbrigðum.

Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér?
Þegar Bragi Árnason, vinur minn, svarar mér með „mmm“ á Messenger. Hvað þýðir það?! Ég svara honum núna alltaf bara með „aaa.“ Krókur á móti bragði.

Hverjir eru mannkostir þínir?
Óbilandi réttlætiskennd.

En lestir?
Óbilandi réttlætiskennd. Hann Snæbjörn, meðstjórnandi minn í útvarpsþættinum Eldi og brennisteini, sagði eitt sinn við mig: „Heiðar, þú værir búinn að ná miklu lengra í lífinu ef þú bara kynnir að halda kjafti.“ Það er auðvitað eitthvað til í því, en svo er aftur á móti spurning hvað maður er tilbúinn að láta bjóða sér upp.

Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir?
Hugarró.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið?
Að gerast leikskáld og leikstjóri. Það er að mestu niðurlægjandi og auðmýkjandi, en þegar það skemmtilegt er það svo frábært að maður verður að fá meira. Þetta er eins konar fíkn.

Hvað er á döfinni hjá þér?
Ég er að skrifa barnaleikritið Tréð í samstarfi við Söru Marti Guðmundsdóttur og Agnesi Wild sem verður frumsýnt á Listahátíð Reykjavíkur í vor. Síðan eru ýmis önnur leikhús-, kvikmynda- og sjónvarpsverkefni á mismunandi stigum þróunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar