Föstudagur 06.desember 2019
Fókus

Sólrún hörundssár og blokkaði Hauk á Instagram: „Leitaði hún sem sagt að mér á Insta?“

Fókus
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 15:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá fyrr í dag þá braut áhrifavaldurinn Sólrún Diego lög með duldum auglýsingum á samfélagsmiðlum. Svo virðist sem hún sé verulega hörundsár yfir því að vakin sé athyli á þessu en hún sakaði meðal annars Neytendastofu um að vera leiksopp í höndum óvina sinna.

Sjá einnig: Sólrún Diego braut lög – Segir Neytendastofu leiksopp í höndum óvina sinna

Hinn geysivinsæli Twitter-notandi Haukur Bragason vakti á sínum tíma athygli á dulinni auglýsingu Sólrúnar og fjallaði DV í kjölfar þess um málið. Haukur greinir nú frá því á Twitter að Sólrúnu virðist hafa sárnað þetta, í það minnsta elti hún hann uppi til að blokka hann.

„Sólrún Diego sem sagt blokkaði mig á Instagram fyrir þetta skot á Twitter (væntanlega, höfum engin samskipti átt á Instagram). Leitaði hún sem sagt að mér á Insta til að koma í veg fyrir að ég geti séð og mögulega vakið athygli á (nú staðfestum) lögbrotum hennar? Ok. Áhugavert,“ skrifar Haukur.

Hann bætir því svo við að hann hafi einungis skrifað umrætt tíst á sínum tíma og hafi hvorki haft samband við DV eða Neytendastofu. „Og svo það sé á hreinu þá var þetta bara á Twitter. Ég kom ekki nálægt því á nokkurn annan hátt að kvarta undan Sólrúnu eða hafa samband við neina stofnun (hæ blaðamaður DV, hvernig hefurðu það í dag?). Finnst samt hortugheit SD varðandi öll sín brot hreinlega ótrúleg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Söguleg, vandræðaleg og sprenghlægileg augnablik í bresku sjónvarpi

Söguleg, vandræðaleg og sprenghlægileg augnablik í bresku sjónvarpi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er það sem hefur sundrað Íslendingum á netinu – „Byrjun á heimsendanum“ – Hvorum megin stendur þú?

Þetta er það sem hefur sundrað Íslendingum á netinu – „Byrjun á heimsendanum“ – Hvorum megin stendur þú?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Mamma mín tekur myndir, hún er mega góð í því líka“

Vikan á Instagram: „Mamma mín tekur myndir, hún er mega góð í því líka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

10 ástæður fyrir því að Andrés Ingi er toppmaður

10 ástæður fyrir því að Andrés Ingi er toppmaður