fbpx
Þriðjudagur 22.september 2020
Fókus

Herdís Þóra: Þarna hefði 2 mánaða gamla dóttir mín getað dáið – „Ég hef sjaldan orðið jafn reið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 8. nóvember 2019 13:05

Herdís Þóra ásamt Fanneyju Ósk þegar hún var átta daga gömul og Unni Ylfu, stoltri eldri systur sem er tveggja ára.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herdís Þóra Hrafnsdóttir lenti í heldur ógnvekjandi atviki með tveggja mánaða gamla dóttur sína í fyrradag. Hún var í bíl með manninum sínum, Andra, og dóttur þeirra, Fanneyju Ósk. Þau voru að fara yfir á gatnamótum þegar ungur bílstjóri ók yfir á rauðu ljósi og keyrði næstum inn í hliðina þar sem hin tveggja mánaða Fanney Ósk svaf.

„Þessi ungi maður var með símann í hendinni og var að horfa á símann en ekki veginn,“ segir Herdís Þóra.

Herdís opnaði sig fyrst um málið á Facebook og vakti færslan hennar mikil viðbrögð. Þegar fréttin er skrifuð hafa yfir 200 manns deilt færslunni áfram.

Herdís Þóra hugsar hvað hefði gerst ef hún hefði ekki séð bílinn.

„Hann fór yfir á vel rauðu ljósi, það var ekki gult. Við vorum að fara af stað seint á okkar ljósi sem var orðið grænt. Það voru engir aðrir bílar, þetta gerðist á litlum gatnamótum í Hafnarfirði,“ segir hún í samtali við DV.

„Hann keyrði hratt yfir á mjög rauðu ljósi og ef ég hefði ekki séð hann þá hefði Andri haldið áfram að keyra og maðurinn keyrt á okkur. Hann hefði ekki bara keyrt á bílinn heldur inn í hliðina þar sem Fanney Ósk svaf. Hann á jeppa og við á Yaris. Þegar hann sá okkur loksins hélt hann bara áfram að keyra. Þá tók ég eftir að hann hélt á síma, hann var ekki að tala í hann heldur var í honum. Ég hef sjaldan orðið jafn reið,“ segir Herdís Þóra.

Fanney Ósk.

„Það vildi þannig til að hann lagði á sama bílastæði og við svo ég fékk tækifæri á því að ræða við hann. Ég var svo reið að ég sagði honum að horfa á tveggja mánaða gamla dóttur mína sem hann hefði keyrt á og hugsa sig tvisvar um næst þegar hann tekur upp símann meðan hann er að keyra! Mikið rosalega var ég reið.“

Aðspurð hvernig ungi maðurinn hafi brugðist við segir Herdís að honum hafi brugðið.

„Ég held hann hafi ekki áttað sig á að ég væri komin á sama bílastæði og hann. Honum brá mjög mikið. Hann var mjög sorrí yfir þessu og ég sá alveg tárin í augunum á honum. En ég var líka alveg að öskra á hann. Var mjög reið, hormónoauppfyllt móðir. Eins og einhver ljónamamma,“ segir hún.

Að lokum vill Herdís Þóra biðla til almennings að nota ekki símann við akstur. Það getur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram

Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Benni og Tinna á stefnumóti – Stefnir í nýtt ofurpar

Benni og Tinna á stefnumóti – Stefnir í nýtt ofurpar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu hvað Kylie Jenner geymir í handtöskunni sinni

Sjáðu hvað Kylie Jenner geymir í handtöskunni sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagði upp á KFC og þénar nú um tvær milljón krónur á mánuði – Vinnur einn tíma á dag

Sagði upp á KFC og þénar nú um tvær milljón krónur á mánuði – Vinnur einn tíma á dag