fbpx
Laugardagur 08.ágúst 2020
Fókus

Tryggvi ætlar að verða 200 ára gamall: Sendi endajaxl til Bandaríkjanna – Aldrei drukkið, aldrei reykt og aldrei innbyrt koffín

Fókus
Miðvikudaginn 23. október 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggvi Hjaltason ætlar sér að verða 200 ára gamall.

Tryggvi er giftur þriggja barna faðir og vinnur hjá greiningardeild CCP. Ísland í dag tók viðtal við hann þar sem spjallað er um það sem Tryggvi gerir til að auka líkurnar á langlífi sínu.

„Ég held að það sé ekki tæknilega mögulegt að verða 200 ára í dag.“

Tryggvi segir þó að tæknin í dag sé að gefa okkur gríðarlega aukna getu til þess að eiga fleiri góð ár og lifa lengi við fulla heilsu. Hann segir að fleiri og fleiri telji að með aukinni getu til stofnfrumuræktunar verði hægt að laga betur og hraðar skemmd líffæri. Ef það verður hægt að eyða stærstu breytunum eins og krabbameini gætum við verið að horfa á breytt landslag í því hvað drepur okkur og hversu hratt.

Hann segir að aukin þekking og það hvernig við förum með okkur, hafi aukið lífslengd fólks til muna.

„Þá finnst mér svo fróðlegt hvað þú hefur í rauninni mikil völd yfir eigin málum í þessu og hvað þú getur átt miklu fleiri góð ár á þessari jörðu. Ég held að það sé frekar óumdeilanlegt að verðmætasta auðlindin sem þú færð í vöggugjöf er tími og við höfum bara töluvert aukna getu til þess að hafa áhrif á hvað við fáum mikið af góðum tíma.“

Sendi endajaxl til Bandaríkjanna

Aðspurður hvað hann sé að gera í því til að auka líkur á lengra lífi segist Tryggvi vera að fikta sig áfram með föstur. Hann segir að helstu rannsóknarmiðstöðvar í heiminum séu að sýna fram á það að föstur hafi gríðarlega jákvæð áhrif á heilsuna séu þær stundaðar rétt.

„Margir af fremstu sérfræðingum í heiminum á þessu sviði eru bara að tala fyrir því að föstur ættu í rauninni að vera partur af nútíma velferðarkerfi sem bara fyrirbyggjandi heilbrigðismeðferð“

Þegar kemur að þessu gengur Tryggvi lengra en margir aðrir en hann sendi endajaxl úr sér til stofnfrumuræktunar í Bandaríkjunum.

„Þá eru margir sem telja sem eru að rannsaka þetta að innan örfárra ára verði jafnvel hægt að nýta það til þess „að laga þig“ þannig að ef þú lendir í einhverju veseni og þarft líffæragjöf eða einhvers konar frumur til þess að hjálpa einhverjum að gróa þá getur verið gottt að eiga svona inni á lager.“

Tryggvi segist vera að veðja með bjartsýni á að það verði hægt að fara meira út í þessa stofnfrumuræktun í framtíðinni. Þetta kosti ekki of mikið og ef þetta leiðir til þess í framtíðinni að hann geti bjargað sér eða barninu sínu þá er hann tilbúinn að veðja á þetta.

Tók meðvitaða ákvörðun snemma um að prófa aldrei vímuefni

„Ég hef aldrei smakkað áfengi, veit ekki einu sinni hvernig það bragðast,“ segir Tryggi en hann hefur heldur aldrei smakkað koffín, aldrei reykt og aldrei prófað vímuefni.

„Það var bara meðvituð ákvörðun sem ég tók mjög snemma því mig langaði ekki að innbyrða neitt sem myndi trufla eðlilega heilastarfsemi. Þetta er líka partur af þessu plani, því ég setti þetta plan mjög ungur. Þá hugsaði ég bara að ef ég ætla að verða mjög gamall þá er örugglega ekki sniðugt að setja þá áhættu fyrir framan mig að verða áfenginu eða sígarettunum að bráð.“

Hann segir að eflaust gætu einhverjir bent á það að andoxunarefnin í rauðvíni auki lífslengd fólks en hann trúir því að hann geti fengið andoxunarefnin úr öðrum áhættuminni áttum.

Tryggvi telur að stress sé líklega áhættumesti þátturinn sem ógnar löngu og heilbrigðu lífi fyrir okkar kynslóð. Hann segir samfélagsmiðla vera stóran part af þessu.

„Við erum í stanslausum samanburði við aðra sem við getum ekki sigrað. Þetta veldur stressi og álagi, sérstaklega þegar þú ert ungur og ert með ómótaða sjálfsmynd og heimsmynd.“

Hann segir að vinnuumhverfið hafi á ýmsan hátt líka þróast svona. Við séum með vinnuna í vasanum og náum oft ekki að kúpla okkur út, eins og með því að kíkja í tölvupóstinn á kvöldin.

Trúin skiptir einna mestu máli

Tryggvi segist vera heppinn með að eiga góða fjölskyldu og góða vinnu en það sé ákveðin vörn fyrir álagi og stressi.

„Það sem skiptir einna mestu máli líka er held ég að ég á sterka trú og ég hef fundið mikinn styrk í henni. Okkur líður ekki vel nema við höfum eitthvað stærra til að trúa á.“

Hann segir að við þurfum að lifa fyrir eitthvað stærra en fólk getur fyllt inn í það með hverju sem er. Það getur verið íþróttafélag, áfengi, peningar, völd, kynlíf eða guð sem getur fyllt inn í þetta.

Tryggvi vísar því næst í bandaríska rannsókn þar sem fólk var beðið um að biðja og íhuga. Það var mælt hvað gerðist í heilanum á fólkinu á meðan og þá kom víst í ljós að mestu jákvæðu breytingarnar voru hjá þeim sem báðu til kærleiksríks guðs.

Tryggvi talar um markmiðasetninguna sína en lengi vel náði hann aldrei að fylla varanlega upp í þá holu sem markmiðin hans skyldu eftir.

„Það var ekki fyrr en ég fór að mynda þessa tengingu við kærleiksríkan guð, fyrr en ég fór að eignast trú, sem þessi hola hvarf. Ég fór að upplifa varanlegan tilgang sem hefur haft alveg gríðarlega jákvæð áhrif fyrir heilsuna mína.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Mynd Tönju Ýrar vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?

Mynd Tönju Ýrar vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Útilegutískan í sumar – Smart á ferð um landið

Útilegutískan í sumar – Smart á ferð um landið
Fókus
Fyrir 1 viku

Svona býrðu til þína eigin andlitsgrímu

Svona býrðu til þína eigin andlitsgrímu
Fókus
Fyrir 1 viku

Margrét Erla: Ég vil sýna kvenlíkamann sem sterkan, fyndinn og skrýtinn

Margrét Erla: Ég vil sýna kvenlíkamann sem sterkan, fyndinn og skrýtinn