Þriðjudagur 12.nóvember 2019
Fókus

Steindi segir frá hinum fullkomna símahrekk: „Fólki finnst þetta náttúrulega bara geggjað“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 18. október 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eru örugglega alls konar greiningar í gangi hjá mér sem kæmu í ljós ef ég myndi láta tékka á þeim. Ég er alltaf mjög orkumikill og hef verið þannig síðan í æsku. Ég sé sjálfan mig rosalega mikið í fimm ára dóttur minni. Hún vill alltaf fara í búninga og við erum bæði með leikrit á fullu. Það þarf alltaf að vera eitthvað í gangi,“ segir grínistinn Steinþór Hróar Steindórsson, þekktur af góðum landsmönnum sem Steindi Jr.

Grínistinn og framleiðandinn hefur verið sérlega áberandi upp á síðkastið vegna sjónvarpsþáttanna Góðir landsmenn. Í kvöld forsýnir hann svo „gay vampírumyndina“ Þorsta, sem unnin er í samstarfi við áhugamannaleikhópinn X og Hjört Sævar Steinason, en fyrr nefndir þættir hafa sýnt í grófum dráttum frá óvenjulegri tilurð, fjármögnun og sköpun bíómyndarinnar. Steindi er nýr gestur Föstudagsþáttarins Fókuss og segir þar frá svefnlausum dögum framleiðsluferlisins, því sem knýr hann áfram og listinni að slaka á með góðum símahrekk.

Þorsti er fyrsta kvikmyndin sem Steindi framleiðir og jafnframt „fyrsta alvöru íslenska B-myndin“ að hans sögn. Myndin fjallar um Huldu, konu sem er grunuð um að hafa valdið dauða bróður síns og er því til rannsóknar hjá lögreglu. Eftir að hafa verið sleppt úr varðhaldi rekst Hulda rekst á mörg þúsund ára gamla, einmana og samkynhneigða vampíru, sem leikin er af Hirti, sem hjálpar henni að vekja bróður hennar til lífs aftur. Þá magnast farsinn þegar óvinir nálgast úr öllum áttum og þar á meðal óhugnanlegur sértrúarsöfnuður.

Hinn fullkomni símahrekkur

Steindi segir nauðsynlegt að kúpla sig frá eftir strembnar tarnir. Þá þykir honum gaman að hitta félaga sína með það að markmiði að rúnta og gera símaat. „Ég á mjög skemmtilegan vinahóp í Mosfellsbæ, sem eru fyndnustu menn á jörðinni. Þótt ég sé sjálfur 34 ára gamall, og við félagarnir það allir, þá erum við búnir að fullkomna símaat alveg gjörsamlega,“ segir Steindi.

„Við fundum hinn fullkomna símahrekk, sem gengur þannig fyrir sig að við eltum pítsusendil og sjáum nákvæmlega hvert hann fer. Svo flettum við upp nágrönnum manneskjunnar sem pantaði sér pítsuna og hringjum í þá. Þá segjumst við vera fólkið í næsta húsi, þykjumst vera sá sem pantaði og segjum: „Heyrðu, við erum með heila sextán tommu pítsu, vilt þú ekki bara sleppa því að elda í kvöld og ná í nokkrar sneiðar hérna hinum megin?“

Fólki finnst þetta náttúrulega bara geggjað boð. Það heldur kannski í fyrstu að það sé verið að fokka í því, en það gengur yfirleitt síðan í næsta hús. Það bankar svo á dyrnar og þá mætir því auðvitað þessi gífurlega pítsulykt og allar efasemdir hverfa,“ segir Steindi.

„Þetta verður svo óþægilegt og við félagarnir liggjum við bílrúðuna. Þá heyrir maður nágrannann droppa línuna:
„Hvað segirðu? Er ekki til eitthvað auka?“.“

Þá segir Steindi að þeir félagarnir séu með „plan B“ ef þessi hrekkur klikkar. „Þá hringjum við í gaurinn sem pantaði pítsuna og segjum:
„Þetta er gaurinn í næsta húsi. Heyrðu, við erum með börnin og sáum pítsubílinn, ekki væri séns að fá eina sneið yfir til að róa þau?“
Ég hef séð mann ganga yfir í næsta hús, í grenjandi rigningu, haldandi á pítsusneið og banka,“ segir Steindi.

Föstudagsþátturinn Fókus: Steindi Jr. Pizzasímaat from DV Sjónvarp on Vimeo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Beraði bossann á 45 fjallstindum: „Fyrst ég asnaðist til að pósta þessu þá gat ég ekki hætt”

Beraði bossann á 45 fjallstindum: „Fyrst ég asnaðist til að pósta þessu þá gat ég ekki hætt”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Samdi lag í yfirgefnu húsi – Niðurlægður í Foldaskóla: „Hann gerði lítið úr mér ítrekað og fékk bekkinn til að hlæja að mér“

Samdi lag í yfirgefnu húsi – Niðurlægður í Foldaskóla: „Hann gerði lítið úr mér ítrekað og fékk bekkinn til að hlæja að mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý spáir fyrir Þorgerði Katrínu: „Þú þarft að velja annaðhvort hægri eða vinstri.“

Ellý spáir fyrir Þorgerði Katrínu: „Þú þarft að velja annaðhvort hægri eða vinstri.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrsta skipti sem Glowie kom fram var fyrir krakkana sem lögðu hana í einelti

Fyrsta skipti sem Glowie kom fram var fyrir krakkana sem lögðu hana í einelti
Fókus
Fyrir 6 dögum

Auðunn Blöndal tekinn af tölvuþrjótum : „Ég varð hvítur í framan“

Auðunn Blöndal tekinn af tölvuþrjótum : „Ég varð hvítur í framan“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Unnar er í limbói í kerfinu: „Hann sem áður skaffaði fyrir fjölskylduna kemur nú með sáralítið“

Unnar er í limbói í kerfinu: „Hann sem áður skaffaði fyrir fjölskylduna kemur nú með sáralítið“