fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Óvenju einlægt viðtal við Harry um móður sína: „Í hvert sinn sem ég sé flass þá rifjast þetta allt upp“

Fókus
Föstudaginn 18. október 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Bretaprins veitti ITV News óvenju opinskátt og einlægt viðtal á meðan á tíu daga ferðalagi hans um Afríku stóð, og stendur í raun enn. Í viðtalinu segir Harry meðal annars við fréttamanninn Tom Bradby að hver smellur og flass í myndavél og almannafæri minni hann á móður sína, Díönu prinsessu heitna.

Tom spyr hvort Harry hafi náð innri frið eða hvort minningin um móður hans sé líkt og opið sár.

„Ég held að þetta sé eins og opið sár. Ég held að þetta sé hluti af því að vera í þessari fjölskyldu, í þessu hlutverki, í þessu starfi. Í hvert sinn sem ég sé myndavél, í hvert sinn sem ég heyri smell, í hvert sinn sem ég sé flass þá rifjast þetta allt upp. Þannig að því leyti er þetta versta minningin um lífið hennar, en ekki sú besta,“ segir Harry þá.

Ein af ástæðunum fyrir því að Harry var óvenju opinskár er sú að móðir hans lagði mikið á sig til að vekja athygli á bágum aðstæðum víðs vegar um Afríku. Nú er hann á sama stað og móðir hans, 22 árum eftir andlát hennar.

„Allt sem ég geri minnir mig á hana“

Viðtalinu í heild sinni verður sjónvarpað á sunnudagskvöld á ITV. Í því gagnrýnir hann til að mynda fjölmiðlaumfjöllun um bresku konungsfjölskylduna, en Harry og eiginkona hans, hertogynjan Megan, hafa blásið til stríðs við ensku slúðurpressuna síðustu vikur. Hafa þau meðal annars sakað nokkra miðla um „einelti“ og „þrotlausan áróður“.

Mæðginin.

„Það tekur á tilfinningalega að vera hér 22 árum seinna og reyna að klára það sem hún [Díana prinsessa] byrjaði á. En allt sem ég geri minnir mig á hana,“ segir Harry meðal annars og bætir við: „En eins og ég sagði, í þessu hlutverki, í þessari vinnu og með því álagi sem fylgir því þá er ég minntur á slæmu hlutina líka, því miður.“

Í ferðalaginu hefur Harry meðal annars heimsótt götu í Angóla sem var eitt sinn sprengjusvæði, þá sömu og Díana prinsessa heimsótti stuttu fyrir andlát sitt. Díana gekk um sprengjusvæðið árið 1997 til að vekja athygli á að enn væri mikið af jarðsprengjum á svæðinu sautján árum eftir að borgarastríðinu lauk. Myndir af henni í brynju og með hjálm vöktu heimsathygli. Nokkrum mánuðum síðar lést Díana í bílslysi í París. Þá var Harry tólf ára gamall.

Meghan og Harry með Archie litla, frumburð sinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda