fbpx
Laugardagur 08.ágúst 2020
Fókus

Fékk hótun um ævilangt Facebook-bann: „Fyrir suma er mikið sport að móðgast fyrir hönd annarra“

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 12. október 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kína er gullnáma fyrir uppistand. Allt við þetta land er ein stór kómedía. Sagan, landið, samfélagið. Þetta er svo mikið kaos.“

Þetta segir Helgi Steinar Gunnlaugsson, en hann gegnir störfum sem túlkur á daginn og uppistandari á kvöldin. Hann talar mandarín-kínversku reiprennandi og hefur sjálfur jafnvel flutt uppistand á því máli, þótt hann haldi sig að mestu við enskuna. Helgi bjó í Kína í fimm ár og lauk námi með MA-gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Peking.

Uppistandarinn er nýr gestur Föstudagsþáttarins Fókus og segir hann þar frá gráum svæðum húmors, umdeildum atvikum, tengslum sínum við samfélagsmiðla og ekki síst afskiptum kínverskra yfirvalda.

Helgi segir ekkert umræðuefni vera tabú að sínu mati, sérstaklega í ljósi umræðna um hvort fólk sé almennt viðkvæmara í dag fyrir beittu gríni en áður. „Við búum á mjög áhugaverðum tíma með stjórnmál um allan heim. Þetta er skrítinn tími til að vera uppistandari, en samt skemmtilegur líka. En því viðkvæmara sem málefnið er, því fyndnara þarf grínið að vera,“ segir hann.

„Ekkert-má“ tíminn

Helgi segir tilfinninguna að vera á sviði og ná til fólksins í salnum vera engu lík. „Ef þú hefur gaman af að „killa“ uppi á sviði og stíga síðan niður. Þetta er ólýsanleg tilfinning. Þetta verður eins og eiturlyf, maður verður háður þessu, þessari viðurkenningarþörf,” segir hann hress.

„Margir misskilja uppistand nú til dags og halda að þetta sé einhver TED-umræða með manneskju sem reynir bara að vera grimm,“ segir Helgi og hefur einföld skilaboð til allra sem hafa áhuga á því að spreyta sig í uppistandi: „Aldrei byrja sem „sjokk-kómík,“ segir hann og brýnir fyrir að húmor sem er á tæpum mörkum þurfi mikla æfingu.

„Þú verður í rauninni að æfa þig í nokkur ár áður en þú ert farinn að kunna á línuna. Við búum svolítið á þessum tíma þar sem „ekkert-má“, en svo hugsa ég að þetta er ekki meirihluti samfélagsins, heldur bara hávær hópur á netinu. Fyrir suma er mikið sport að móðgast fyrir hönd annarra.“

 

Viðvörun eftir skemmtun hjá Sjálfstæðisflokknum

Fyrir nokkrum árum fékk Helgi viðvörun frá Facebook vegna myndbands sem hann birti á samfélagsmiðlum. Í myndbandinu sést hann skemmta á kvöldi á vegum Sjálfstæðisflokksins og spilar Bjarni Benediktsson stóra rullu í brandaranum.

„Þetta var frekar skemmtilegt. Ég þekki marga í Sjálfstæðisflokknum, hef oft giggað fyrir þá og þetta er allt besta fólk, en þetta er þegar Sjóður 9-dótið var allt í gangi. Ég segi einhvern brandara um að við Bjarni Ben séum svipaðar persónur; að hann líti á 52 milljónir á sama hátt og ég lít á næsta dag eftir „þjóðhátíð: ég man ekki alveg hvað gerðist og vil helst ekki tala um það.““

Á meðan Helgi flytur brandarann stígur Bjarni Ben inn í salinn. Grínarinn lék sér að viðbrögðum Bjarna í myndbandinu sem hann birti við góðar viðtökur. Nokkrum vikum eftir að Helgi hleður upp myndbandinu á Facebook kemst hann ekki inn á aðganginn sinn og fær skýra viðvörun frá miðlinum.

„Mér var sagt að ég færi í ævilangt Facebook-bann ef ég setti þetta vídeó inn aftur. Ástæðan var sögð vera að þetta hefði skemmt fyrir Sjálfstæðisflokknum, af þeim innan flokksins sem lagði inn kvörtunina,“ segir hann.

Þáttinn má nálgast í heild sinni að neðan.

Föstudagsþátturinn Fókus: Helgi Steinar Gunnlaugsson – 11.10.19 from DV Sjónvarp on Vimeo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Mynd Tönju Ýrar vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?

Mynd Tönju Ýrar vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Útilegutískan í sumar – Smart á ferð um landið

Útilegutískan í sumar – Smart á ferð um landið
Fókus
Fyrir 1 viku

Svona býrðu til þína eigin andlitsgrímu

Svona býrðu til þína eigin andlitsgrímu
Fókus
Fyrir 1 viku

Margrét Erla: Ég vil sýna kvenlíkamann sem sterkan, fyndinn og skrýtinn

Margrét Erla: Ég vil sýna kvenlíkamann sem sterkan, fyndinn og skrýtinn