Mánudagur 11.nóvember 2019
Fókus

Elísabet gefur út funheitt myndband: „Lagið fjallar bókstaflega um kynlíf“

Fókus
Föstudaginn 11. október 2019 12:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Ormslev söngkona gaf út nýtt tónlistarmyndband í dag.  Í samtali við Fréttablaðið segir Elísabet að lagið fjalli bókstaflega um kynlíf.

„Lagið heitir Sugar. Ég samdi lagið ásamt vinkonu minni Zöe Ruth Erwin. Lagið fjallar bókstaflega um kynlíf. Það fjallar um sterka líkamlega tengingu, sem ekki er hægt að útskýra beint með orðum. Þegar þú þráir einhvern og verður að fá núna. Það hafa flestir lent í því að stundum er einhver ótrúleg kynferðisleg spenna í gangi. Eitthvað svo sterkt sem ekki er hægt að útskýra,“

Það er Tómas Welding sem leikstýrði mynddbandinu en Anna Karen Scheving sá um framleiðsluna. Í myndbandinu má sjá Elísabetu syngja lagið en ásamt henni eru Telma Huld Jóhannesdóttir og Fannar Arnarson í myndbandinu en þau leika elskendur. Elísabet sagðist ekki eiga orð yfir frammistöðu þeirra í myndbandinu.

„Þau voru alveg sjúklega tengd, þau eru náttúrulega bestu vinir. Það var heppilegt fyrir mig. Þau hafa farið í sleik áður og leikið saman þannig þetta var bara fullkomið,“

Tónlistarmyndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Dramatísk sambandslit Heiðdísar MUA: Draumaprinsinn segist hafa fengið nálgunarbann gegn henni

Dramatísk sambandslit Heiðdísar MUA: Draumaprinsinn segist hafa fengið nálgunarbann gegn henni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgittu Haukdal var bannað að spila Fingur í einum grunnskóla: „Þau vildu ekki svona klámvísu“

Birgittu Haukdal var bannað að spila Fingur í einum grunnskóla: „Þau vildu ekki svona klámvísu“