fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Er siðferðislega rangt að horfa á klám?

Fókus
Fimmtudaginn 13. júní 2019 21:00

FBI sendi klámviðvörun frá sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi hefur verið deilt um réttmæti klámnotkunar en klám hefur aldrei verið eins aðgengilegt og á seinni árum eftir tilkomu internetsins. Á umræðuvefnum kialo.com, þar sem ýmis siðferðisleg álitaefni og mannlífstengd málefni eru krufin, má finna áhugaverða samantekt á umræðum um siðferðislegt réttmæti eða óréttmæti þess að horfa á klám.

Við mælingar á atkvæðum og ummælum kemst vefurinn að því að samkvæmt þátttakendum sé það siðferðislega réttmætt að horfa á klám. Niðurstaðan er þó engan veginn einhlít og fremur mjótt á munum.

Hér að neðan má lesa helstu röksemdirnar með og gegn klámnotkun:

Mikið af klámi er unnið á siðlegum grunni og á öruggan hátt. Það er vel hægt að velja sér klám sem stenst siðferðislegar kröfur

Það er farið illa með fólk sem vinnur í klámiðnaði og það oft haft að féþúfu.

Tengsl fjölmiðlaneyslu við siðferði eru óljós. Það er erfitt og jafnvel ómögulegt að sjá tengsl á milli þess að horfa á eitthvað og þess að bera persónulega ábyrgð eða sök á því sem horft er á.

Að horfa á klám styður við vændi, kynferðislega nauðung og mansal.

Klám er gert til að kalla fram kynferðislega örvun, veita afþreyingu og jafnvel flótta frá raunveruleikanum. Svo lengi sem sá sem horfir er fullorðinn sem veit að það sem á sér stað á skjánum er ólíkt raunveruleikanum, þá er ekkert siðferðislega rangt við áhorfið.

Klám er skaðlegt fyrir náin sambönd.

Sjálfsfróun er eðlileg og gagnleg. Klám er gott hjálpartæki við sjálfsfróun.

Fólk getur orðið háð klámi og það er vandamál

Klám er hægt að nýta til að bæta kynlíf para

Þeim tíma sem fer í að horfa á klám væri betur varið í að hámarka raunverulega vellíðan sína.

Klám veitir aðgang að kynferðislegu blæti og kynlífsvenjum sem eru ekki aðgengilegar með öðrum hætti.

Að horfa á klám er skaðlegt fyrir viðkomandi einstakling.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Í gær

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni
Fókus
Fyrir 3 dögum

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts