fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Hjörtur vinnur að verkefni um sjálfsvíg: Skipulagði eigin dauða

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. júní 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörtur Scheving vinnur að merkilegu verkefni um sjálfsvíg. Um er að ræða bók með 90 ljósmyndum af fólki sem reynt hefur að taka eigið líf, ásamt sögu þess. Þá verður einnig að finna merkilega tölfræði um sjálfsvíg eftir landsvæðum í heiminum ásamt ýmsum öðrum fróðleik.

Hjörtur þekkir þessi mál afar vel en hann hefur sjálfur gengið svo langt að skipuleggja eigið sjálfsvíg. Hann segir að sjálfsvígshugsunum og sjálfsvígstilraunum fylgi mikil skömm en afar brýnt sé að aflétta þögninni um þetta böl.

„Þarna liggur örþunn lína, þetta er tvíbent. Sýnt hefur verið fram á að umfjöllun um sjálfsvíg getur ýtt undir sjálfsvíg þeirra sem lesa og því er ekki sama hvernig um þessi mál ef fjallað,“ segir Hjörtur og gætir hann þess að taka mið af því í umfjöllun sinni. Það breyti því hins vegar ekki að nauðsynlegt sé fyrir þá sem eru með sjálfsvígshugsanir að geta opnað sig.

Skipulagði eigin dauða

Hér má fræðast nánar um verkefnið og sögu Hjartar, en textinn er á ensku. Sjálfur býr Hjörtur rétt fyrir utan Osló í Noregi og er sjálfstætt starfandi. Á síðunni birtir Hjörtur einnig sína eigin sögu en þrátt fyrir velgengni í lífinu hefur hann glímt við undirliggjandi þunglyndi og þegar hann er undir álagi þá blossar þunglyndið upp. Hjörtur lýsir því að hann hafi verið niður í djúpa dali í sálarlífinu undanfarin misseri, sem leiddi hann út á braut sjálfsvígshugsana. Svo langt gekk það að hann var búinn að skipuleggja dauðdaga sinn og átti bara eftir að kveðja – þegar hann sneri við blaðinu.

„Álag ýtir undir þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Svo þegar hlutirnir ganga ekki alveg eins og maður ætlar þá fer maður að efast um eigin getu, finnst maður ekki vera að skila því sem manni ber til fjölskyldu og samfélagsins. Það er maður sjálfur sem gerir þessar ofboðslegu kröfur á sig, ekki umhverfið,“ segir Hjörtur við DV.

Hjörtur er sjálfstætt starfandi og hefur ávallt nóg fyrir stafni. Hefur hann unnið mörg áhugaverð verkefni í hönnun og vöruþróun, meðal annars komið á markaðinn sérstakri skeggsnyrtilínu fyrir karlmenn. Í væntanlegri bók vill Hjörtur ekki síst leggja áherslu á að þunglyndi og sjálfsvígshugsanir sé eitthvað sem allir geti orðið fyrir og sæki ekki síður á þá sem teljast njóta velgengni í lífinu en þá sem eigi erfitt uppdráttar í samfélaginu.

Byrjaði snemma að vernda móður sína fyrir ofbeldi

En hverjar eru ástæðurnar fyrir þunglyndi Hjartar, eru þær þekktar?

„Þetta er samansafn af nokkrum þáttum, en ég hef verið þunglyndur fá því ég var krakki. Ég er á þunglyndislyfjum núna sem hjálpa til varðandi efnaskipti í heilanum en undirliggjandi orsökin er áföll í æsku. Ég ólst upp á heimili alkóhólista en faðir mann var og er virkur alkóhólisti. Ég var alltaf fremur ábyrgðarfullt barn og fyrsta minningin sem ég á úr barnæsku, frá því ég var um fimm ára gamall, snýst um það að ég var að vernda móður mína fyrir ofbeldi.“ 

Þrátt fyrir þessa nöturlegu játningu leggur Hjörtur áherslu á að barnæska hans hafi langt því frá verið eintómt svartnætti. En því verður ekki breytt að faðir hans gat verið ofbeldisfullur og Hjörtur skarst í leikinn þegar hann lagði hendur á móður hans. Þetta hefur fylgt Hirti inn í fullorðinsárin en hann almennt mjög ábyrgðarfullur maður.

DV hvetur lesendur til að kynna sér hið áhugaverða verkefni Hjartar og jafnvel liðsinna honum í því að fletta þagnarhulunni af sjálfsvígum. Smellið hér.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið, númerið er ókeypis og opið allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar hér: https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717
Píeta samtökin bjóða einnig upp á þjónustu í síma 552-2218 fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda