fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

10 hlutir sem þú vissir ekki um Manuelu – Barnastjarna og gróft einelti: „Ég var allt í einu með heila þjóð ofan í nærfataskúffunni“

Fókus
Föstudaginn 5. apríl 2019 13:20

Manuela hefur marga fjöruna sopið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manuela Ósk Harðardóttir, fegurðardrottning og áhrifavaldur, hefur marga fjöruna sopið. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún náð að afreka margt, enda atorkusöm með eindæmum og veit hvað hún vill. Hér eru hins vegar tíu hlutir sem þú vissir kannski ekki um Manuelu.

1. Barnarstjarna í leikhúsinu

Manuela lék í nokkrum leiksýningum þegar hún var barn, en þegar hún var aðeins fimm ára gömul steig hún á stokk í jólasýningu Þjóðleikhússins, Fjalla-Eyvindi og kona hans. Þetta var árið 1988. Þremur árum síðan lék hún í Gleðispilið í Þjóleikhúsinu, þar sem hún lék meðal annars á móti listamanninum Ragnari Kjartanssyni, Rassa Prump. Faðir hans, Kjartan Ragnarsson, samdi leikritið.

Manuela á fjölunum. Skjáskot af timarit.is

2. Stríðnin breyttist í ofbeldi

Manuela var krýnd Ungfrú Reykjavík árið 2002 og opnaði sig upp á gátt í viðtali við Skinfaxa árið 2002 stuttu eftir krýninguna. Í viðtalinu talaði hún meðal annars um gróft einelti í grunnskóla.

Viðtalið í Skinfaxa. Skjáskot af timarit.is

„Ég held að það hafi allt byrjað með afbrýðisemi, en sem barn lék ég í mörgum leikritum og barnasýningum í Þjóðleikhúsinu. Krakkarnir í skólanum vissu af þessu og strax þegar ég var í átta ára bekk þá var ég útskúfuð og lögð í einelti,” sagði Manuela og hélt áfram.

„Fyrst til að byrja með var þetta bara stríðni. Ég fékk ekki að vera með í neinum leikjum og fékk glósur um að ég væri ljót og leiðinleg. Þegar ég varð eldri og fór í Hagaskóla þá breyttist þetta í ofbeldi. Þá voru stelpurnar orðnar svo miklar gellur og ætluðu að lemja mig, fötunum mínum var stolið meðan ég var í skólasundi o.fl.”

3. Hefur aldrei smakkað áfengi

Manuela er nýjasti gestur Einkalífsins á Vísi en í viðtalinu segir hún meðal annars aldrei hafa drukkið áfengi.

„Ég hef til dæmis aldrei smakkað áfengi á ævi minni og hef aldrei prófað nein vímuefni. Ég var ekki mikill partur af þeirri senu. Ég var ekki mikið á djamminu en maður var samt að finna sig svolítið. Mér leið eins og það væri pressa. Það var kannski aðallega það. Ég var alltaf mjög meðvituð um að það væri alltaf verið að fylgjast með og að það væri mjög lítið sem mætti misfarast.“

Manuela Ósk Harðardóttir
Manuela er algjör nammigrís og gæti lifað á sætindum.

4. Frænka Bubba Morthens

Manuela var tekin í yfirheyrslu í Morgunblaðinu árið 2002 þar sem hún var meðal annars spurð að því hverjir hennar fyrstu tónleikar hefðu verið.

„Tónleika með Bubba Morthens frænda mínum þegar ég var krakki.”

5. Algjör nammigrís

„Ég er miklu meiri nammigrís en matgæðingur og ég glími við þann slæma ávana að borða nammi á hverjum degi. Það verður því erfiðast, að sleppa namminu. Ég gæti hreinlega lifað á nammi einu saman – eins hræðilega og það hljómar,“ sagði Manuela í viðtali um mat við DV fyrir ekki svo löngu síðan.

Umfjöllun um Kátar Kuntur í Morgunblaðinu. Skjáskot af timarit.is

6. Kátar kuntur

Eins og áður segir, er Manuelu margt til lista lagt. Eitt sinn lét hún hafa eftir sér í viðtali að hún segði aldrei nei við tækifærum og er það rauði þráðurinn í gegnum feril hennar.

Eitt af því sem Manuela hefur tekið sér fyrir hendur í gegnum tíðina eru bloggskrif. Hún stofnaði bloggsíðuna Kátar kuntur á vefsvæðinu Blogcentral með saumaklúbbnum sínum árið 2005 en á síðari árum hefur hún meðal annars bloggað á Pressunni og Króm.

7. Gestabókarárátta

Í viðtali við Morgunblaðið um Kátar kuntur árið 2005 kom fram að Manuela er með gestabókaráráttu og fór það í taugarnar á henni að ekki allir skrifuðu í gestabókina á bloggsíðunni.

„Já, af hverju skrifar fólk ekki í gestabækur? Er eitthvert fólk sem vill ekki að við vitum að það sé að skoða síðuna? Ég skil þetta ekki, við vitum að það eru 600 manns sem skoða síðuna á dag og mér finnst svo leiðinlegt að þetta fólk skuli ekki bara skrifa í gestabókina!“

Fögur er hún Manuela og hefur ávallt verið. Skjáskot af timarit.is

8. Hússtjórnarskólagengin

Það var síðan árið 2012 að Manuela tók hálfgerða U-beygju í lífinu. Hún hætti samstarfi við Önnu Lilju Johansen, en þær stöllur höfðu stofnað tískumerkið Malla Johansen. Og í staðinn fyrir tískuna ákvað Manuela að hefja nám í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur.

„Ég fór í Húsmæðraskólann fyrir nokkrum árum og lærði helling þar, en ég er ekki þessi týpa með ástríðu eða áhuga á matargerð. Ég er miklu meiri áhugamanneskja um gott súkkulaði eða gómsætan eftirrétt,“ sagði Manuela í viðtali við DV fyrir stuttu.

Manuela á forsíðu Magasíns, fylgiblaði DV árið 2003. Skjáskot af timarit.is

9. Hún er á lausu

Annað sem kemur fram í fyrrnefndu Einkalífi á Vísi er að Manuela er á lausu sem stendur en henni finnst deitmenning á Íslandi ekkert til að hrópa húrra yfir.

10. Kynntist eiginmanninum á MySpace

Manuela var gift knattspyrnukappanum Grétari Rafni Steinssyni á árunum 2007 til 2010. Þau giftu sig í nóvember árið 2007 í Hollandi eftir stutt kynni en þau kynntust á samskiptavefsíðunni Myspace. Mikið var skrifað um skilnaðinn í fjölmiðlum.

Manuela Ósk Harðardóttir
Manuela lætur fátt stoppa sig.

„Ég var allt í einu með heila þjóð ofan í nærfataskúffunni minni. Ég tók tvær ákvarðanir í þessum skilnaði, þær voru ekki fleiri. Annars vegar leyfði ég mér að fara allan tilfinningarússíbanann og setti ekki kröfu á mig með neitt. Svo hins vegar ákvað ég að tala ekki um þetta við fjölmiðla né tjá mig opinberlega um málið. Aðalástæða þess var að mig langaði ekki að dóttir okkar færi sjálf á netið seinna meir og læsi um hvað gekk á,“ sagði Manuela í viðtali við Vísi árið 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu