fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Dótið í lífi okkar – Hver hendir svona?

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. mars 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg okkar eiga fullt af dóti, alls konar dóti sem við erum búin að sanka að okkur, jafnvel á langri ævi. Dótið þarf ekkert endilega að vera uppstillt í hillum eða geymt ofan í skúffum, hver á ekki fjöldann allan af kössum í geymslunni eða bílskúrnum fulla af dóti, sem má alls ekki henda, af því að dótið er tengt minningum og/eða það gæti einhver þurft að nota það seinna?

Í Facebook-hópnum Hver hendir svona má finna fjölda mynda og færslna um „gersemar“ sem eigandinn hefur ákveðið að láta frá sér, af ýmsum ástæðum. Gersemar sem hvíla nú í hillum nytjamarkaða höfuðborgarinnar og bíða eftir að nýr eigandi komi auga á þær og næli sér í fyrir nokkra hundraðkalla.

Hér má sjá nokkrar myndir úr hópnum valdar af handahófi.

Bleikur handsaumaður kaktus í potti, kannski hefur eigandinn breytt um litapallettu á heimilinu?
Þessi móðgaði kannski einhvern í Seðlabankanum? Hver hendir svona fínum typpakalli?
Það er einhvern veginn of mikið að gerast hér. „Er ekki hægt að framleiða 15 metra háa útgáfu af þessu sem útilistaverk fyrir Vogabyggðina?“ spyr einn í hópnum.
Hver hendir svona? Athygli er vakin á valkvæðu verði, tveir verðmiðar.
Hver hendir svona brúðhjónastyttuvínflöskublómaskrautsglerboxi? „Þau eru bæði svo sorgmædd, kannski veitir ekki af öllu þessu víni til þess að drekkja undirliggjandi ástarsorgum?“ skrifar ein í hópnum.
Karlmannsútgáfan af freetheniple? „Einhver hlýtur að sakna þessarar myndar af fjölskylduveggnum!“ skrifar einn í hópnum.
„Þegar typpakökur bakast“ Hver hendir svona og meira að segja enn í umbúðunum?
Hvort kom á undan, bókin eða nytjamarkaðurinn?
Nýjasta nýtt úr svínapönnudeildinni. Og tvær, það dugar ekkert minna.
Hver hendir svona fínum ninjahundi með riffil?! Við erum samt forvitnari um hver framleiðir svona og af hvaða tilefni.
Það er allt fullt af svínum, í öllum stærðum og gerðum. Líka fyrir jólin. Hátíðlegt og fallegt jólasvín. Hver í ósköpunum hendir svona?
Við vitum ekki alveg hvað þetta er og viljum ekki vita það.
Lífið er saltfiskur og meira að segja af ódýrari gerðinni. „Annaðhvort hefur verið slegið einhvers konar met í skrautmunahönnun eða að jólagjöfin til fólksins sem á allt er fundin.“
Allir þurfa fatahengi, en kannski ekki svona horbjóð. Það fyrra fannst í antíkbúð í Svíþjóð, þar sem er víst heil deild með uppstoppuðum dýrum/dýrapörtum. „Kannski var hann andsetinn og þess vegna snýr hausinn á honum afturábak.“
Annað furðulegt fatahengi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta