fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fókus

Tjörvi er sautján ára og vinnur með Red Bull: „Maður getur fest sig í fullkomnunaráráttunni“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 16:00

Mynd: Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tjörvi Jónsson er saután ára Akureyringur sem hefur verið að búa til myndbönd í rúmlega tvö ár. Hann er á öðru ári við Menntaskólann á Akureyri og vinnur einnig við myndbandagerð.

Þrátt fyrir ungan aldur einbeitti Tjörvi sér að myndbandandagerð síðasta sumar og fór alla leið í framleiðslu á myndefni.

„Þó að það var erfitt þar sem ég var ekki með bílpróf meiri hlutann af sumrinu þá hef ég aldrei lært jafn mikið á svona stuttum tíma,“ segir Tjörvi í samtali við DV.

Tjörvi var að gefa út nýtt myndband um árið sitt í fyrra.

„Ég ferðaðist um landið. Ég elska að taka upp íslenska náttúru og taka ljósmyndir af henni. Ég ákvað að búa til myndband þar sem ég tek saman árið mitt og segi örlitla sögu,“ segir Tjörvi.

Mynd: Tjörvi Jónsson

Aðspurður hvað sé það erfiðasta við myndbandsgerð segir Tjörvi það örugglega vera vinnan eftir á.

„Maður getur fest sig í fullkomnunaráráttunni sem heltekur mann svo oft. Ég get misst mig alveg í að ná hverju sekúndubroti vel, en það er það sem gerir þetta líka svo skemmtilegt.“

En það skemmtilegasta?

„Það skemmtilegasta við myndbandsgerð er að mínu mati að taka upp. Að fara á staðina og fanga efnið. Ég er mikið að ferðast um landið og það er ekkert skemmtilegra en að koma á stað sem ég hef aldrei komið til áður, og sjá þetta með mínum eigin augum. Taka út drónann og ná geggjuðum skotum,“ segir Tjörvi.

Hver er draumurinn?

„Draumurinn er klárlega eitthvað í þessa áttina. Að vinna við að gera myndbönd. Ég er núna að vinna mikið með Red Bull á Íslandi og það er ótrúlega gefandi,“ segir Tjörvi.

Horfðu á myndband Tjörva hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“