fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Ragga nagli – „Ræktin á aldrei að verða refsiaðgerð“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 2. janúar 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira.

„Er ekki í lagi að svindla á jólunum?“
„Það eru jólin maður… kommonn.“
„Lífið er núna.“
„Livva. Slagga. Njódda… er þaggi?“

Svona setningum er hent í okkur heilsuspaðana eins og heilsusamlegt líferni sé í samræmi við papýrusrúllu af reglum og refsingum.

En þegar heilsuvenjurnar eru niðurnegldar allan ársins hring þá þarftu ekki að vera vafin í snöru af reglum um hvað „má“ og hvað „má ekki“ borða.

Allt er í boði… alla daga… alltaf…. í hóflegu magni

Fyrir stóran hluta mannkyns virka svindldagar ekki mjög vel til langtíma.

Sálfræðilega séð getur orðið „svindldagur“ valdið sektarkennd því þú ert að brjóta reglur.

Svindldagur veldur líka þráhyggju yfir því sem er bannað.

Sykur og sveittmeti öðlast vald yfir þér og óhjákvæmilega borðarðu yfir þig þegar þú loksins slakar á biblísku reglunum.

Aðrir dagar þurfa að vera óaðfinnanlegir í mataræði til að vinna inn fyrir kvalitý strít molanum… þessum brúna… eða langa gula gaurnum.

Svindldagar búa til óheilbrigða „svart-hvíta“ nálgun á mataræði.

Fullkominn með geislabauginn með grænkál fast í framtönnunum.
Eða með horn og hala að stanga nachos úr endajöxlunum.

Að sama skapi myndarðu óheilbrigt samband við hreyfingu ef hún verður aðferð til að brenna innbyrtum matvælum úr forgarði Helvítis.

Ræktin á aldrei að verða refsiaðgerð.

Djöfullinn liggur í magninu.
Ef þú spænir upp heila áldós af Makkintossj þá mun það dælda árangurinn þinn.
Einföld lífeðlisfræði af kaloríur inn versus kaloríur út.

Hinsvegar ef restin af mataræðinu er stútfull af heilum næringarríkum afurðum þá eru örfáir molar á kantinum hland í skó sem skiptir engu máli.

Það er skammtímanálgun að sarga í sundur jaxlana í viljastyrk og reisa múr í anda Trump í kringum túlann.

Springa svo á limminu í vanþurft og pirringi.

Éta álpappírinn með karamellunni eins og vannærð dúfa á brauðhleif.
Bak við hurð inni í þvottahúsi.

En að fá sér einn og einn mola þegar þig virkilega langar í og njóta hans alla leið niður í þarmatotur er lífsstílsbreyting.

Þá geturðu haldið áfram með lífið án þess að vera með samviskubit því þú braust engar reglur.
Það voru engar reglur til að brjóta.

Vertu kaloríusnobbaður.
Veldu það sem þig virkilega virkilega virkilega langar í.

Eigðu kúlínaríska fullnægingu í munninum.
Knúsaðu molann með tungunni.
Löðraðu tennurnar í bráðnuðu súkkulaði.
Vertu í friði fyrir áreiti.
Lokaðu augunum og leyfðu þér að stynja eins og ljósabekkjabrúnn klámmyndaleikari á sjöunda áratugnum.

Mataræðið þitt á ekki að vera þyrnikóróna og gapastokkur.

Mataræðið þitt á að auðga lífsgæðin og stuðla að langtímaheldni út lífið.

Þá hefurðu fundið leyndarmálið sem allir leita örvæntingarfullir að á lendum netsins í byrjun janúarmánaðar.

 

 

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta