fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Íslensk stúlka í stóru hlutverki í norsku tónlistarmyndbandi

Auður Ösp
Fimmtudaginn 13. september 2018 09:57

Ljósmynd/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu ára gömul íslensk stúlka, Anna Drakopoulou Sverrisdóttir fer með stórt hlutverk í meðfylgjandi tónlistarmyndbandi NRK sjónvarpstöðvarinnar í Noregi. Myndbandið er hluti af árlegu herferð barnastöðvarinnar NRK Super sem miðar að því efla vináttu og samstöðu á meðal barna og ungmenna.

„Þetta átak er  eitthvað sem RÚV mætti alveg taka sér til fyrirmyndar,“ segir Sverrir Kristjánsson, faðir Önnu í samtali við DV.is  en átakið sem um ræðir ber nafnið BlimE og hefur það á undanförnum skipað sér fastan sess á meðal Norðmanna.

Ljósmynd/Youtube

„NRK Super, sem er barnastöð NRK gefur á hverju ári út lag undir merkinu BlimE eða “Vertu með” með mikilli viðhöfn. Það er alltaf sama þema; að sporna við einelti og er alltaf einhver þjóðþekktur tónlistarmaður/kona sem flytur lagið. Á hverju ári er líka gert tónlistarmyndband og í ár lék Anna aðalhlutverkið í því.

Konseptið í kringum BlimE er svo auðvitað miklu stærra, en útgáfa myndbandsins er svo sannarlega stór hluti þess,“ segir Sverrir jafnframt.

„Þetta er virkilega flott átak sem er mjög áberandi á hverju ári og auðvitað ótrúlega skemmtilegt fyrir Önnu að spila svo stórt hlutverk í því. Við erum að deyja úr stolti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Halldóra um móðurhlutverkið og athyglina: „Þetta var alls ekki það sem ég ætlaði mér að gera við líf mitt“

Halldóra um móðurhlutverkið og athyglina: „Þetta var alls ekki það sem ég ætlaði mér að gera við líf mitt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Unnar Þór og Agnes Ýr eiga von á barni

Unnar Þór og Agnes Ýr eiga von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nornadans og galdrar í Skarðsdalsskógi – Sjáðu myndbandið

Nornadans og galdrar í Skarðsdalsskógi – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óvænt uppákoma í Hagkaupum – Spiluðu hljóð og öskur dýra í sláturhúsi

Óvænt uppákoma í Hagkaupum – Spiluðu hljóð og öskur dýra í sláturhúsi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorgrími blöskrar – Umhverfisspjöll í miðbæ Reykjavíkur

Þorgrími blöskrar – Umhverfisspjöll í miðbæ Reykjavíkur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gunnar upplifði versta dag lífs síns: „Ég þurfti að kyngja þessu og ég grét mikið“

Jón Gunnar upplifði versta dag lífs síns: „Ég þurfti að kyngja þessu og ég grét mikið“