fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Bjarneyju var boðið oxycontin til sölu í strætó: „Hvað ef ég hefði verið 17 ára áhrifagjörn stelpa?“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vissi ekki hvað ég gæti gert annað  en að neita og forða mér úr aðstæðunum því að ég var smeyk og hafði ekkert í þá,“ segir Bjarney Vigdís Ingimundardóttir. Bjarney Vigdís birti færslu á facebook á dögunum þar sem hún benti á hversu auðvelt það er í raun verða sér út um fíkniefni á Íslandi í dag. Til stuðnings nefndi hún tvö dæmi úr eigin lífi, þar sem henni voru boðin fíkniefni til sölu, á almenningstöðum.

Í seinasta helgarblaði DV stigu fram aðstandendur íslenskra ungmenna sem látist hafa langt fyrir aldur fram vegna neyslu á lyfseðliskyldum lyfjum.

Um 25 ungmenni hafa látist í ár vegna eiturlyfjaneyslu samkvæmt upplýsingum frá Landlækni, neyslumynstur ungmenna er að breytast og auðvelt er fyrir ungmenni að ná sér í lyf og fíkniefni í gegnum samfélagsmiðla og snjallsíma.

Í úttekt DV í maí á seinasta ári kom meðal annars fram að ótal sölusíður fyrir fíkniefni er að finna á Facebook þar sem allt frá lyfseðilsskyldum lyfjum til kannabisefna og harðra fíkniefna gagna kaupum og sölum. Sölumennirnir setja inn auglýsingar, oftast undir dulnefni og falsprófílum, sem líta út eins og hverjar aðrar óformlegar smáauglýsingar í dagblöðunum.DV fann nokkrar auglýsingar fyrir e-pillur og MDMA-efni á einni slíkri síðu.

„Viltu kaupa nokkrar oxy?“

„Ég var á leiðinni með strætó í vinnunna klukkan níu á laugardags morgni. Vagninn er næstum tómur, fyrir utan mig, konu með ungt barn og svo mann sem sat þar einn,“ ritar Bjarney í færslu sinni.

„Maðurinn, kannski einhverstaðar í kringum 30 ára myndi ég giska á, var augljóslega undir áhrifum einhverra efna og búin að vera það í langan tíma, allavega þá bar hann þess merki. Á sama tíma og ég fann til með honum þá var ég smeyk því hann virtist svolítið órólegur og æstur.

Þegar ég er búin að sitja í vagninum í kannski 10 mínútur þá kemur hann til mín og spyr hvort að hann þekki mig sem ég svara neitandi. Hann sest þá aftur í kannski tvær mínútur en kemur svo aftur til mín með poka af töflum og spyr hvort að ég vilji „kaupa nokkrar oxy.“ Mér verður brugðið og svara því neitandi. Hann segist þá geta gefið mér góðan díl og ýtir þeim að mér. Ég afþakkaði en var orðin svolítið smeik við viðbrögðin hans því að hann var eitthvað svo æstur. Sem betur fer þá stoppaði hann þarna. Mamman sem sat rétt hjá mér með litla barnið sá sennilega eitthvað af þessu og færði sig aftar í vagninn.“

Mátti fá einn skammt frítt vegna fegurðar sinnar

Bjarney nefnir dæmi um annað atvik sem átti sér stað þegar hún var úti á skemmtanalífinu í miðborginni í byrjun mánaðarins.

„Til að halda áfram að koma með svona sögur þá var ég að skemmta mér niðrí miðbæ núna í byrjun ágúst þegar að það kemur upp að mér strákur og segist vera að selja kókaín en sé tilbúin að leyfa mér að fá einn skammt frítt afþví ég sé svo falleg! Ég afþakkaði og hann tók upp pokann til að sýna mér, mér var svo brugðið og hann er að byrja að fá sér sjálfur þegar að ég labba í burtu!

Það er SVONA auðvelt að verða sér út um lyf og fíkniefni – Ég var ekki einu sinni að leita! Hvað ef ég hefði verið 17 ára áhrifagjörn stelpa sem hefði ekki þorað að segja nei? Ég get nefnilega sagt ykkur að ég, fullorðin kona, var smeyk við þá,“

ritar Bjarney jafnframt um leið og hún hvetur foreldra til að vera duglegir að ræða við börnin sín um hættuna sem fylgir neyslu á fíkniefnum og ávanabindandi lyfjum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Disney í öngum sínum yfir stóra Avengers lekanum – Aðdáendur flýja samfélagsmiðla

Disney í öngum sínum yfir stóra Avengers lekanum – Aðdáendur flýja samfélagsmiðla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr reynir ýmislegt til að lina þjáningarnar: „Svæsnustu köstin lýsa sér alveg eins og heilablóðfall“

Jón Gnarr reynir ýmislegt til að lina þjáningarnar: „Svæsnustu köstin lýsa sér alveg eins og heilablóðfall“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Ég er með þetta elskandi „resting bitch face““

Vikan á Instagram: „Ég er með þetta elskandi „resting bitch face““
Fókus
Fyrir 3 dögum

Herra Brennslan 2019 krýndur – Rúrik: „Ég er mjög stoltur af þeim“

Herra Brennslan 2019 krýndur – Rúrik: „Ég er mjög stoltur af þeim“