fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Júlía Fanney var næstum dáin: „Gefumst aldrei upp á fólkinu okkar“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 13. ágúst 2018 14:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Minningarsjóður Einars Darra er búinn að vera að rífa upp umræðuna um fíknisjúkdóminn og afleiðingar þess að nota fíkniefni og læknadóp. Ég sit og les allar þær fréttir um þau dauðsföll sem hittir beint i hjarta. Þetta hefði getað verið ég. Ég er ein af þeim heppnu sem er að ná mér eftir þessa lyfjaneyslu. Þessar fréttir eru að minna mig á hvaðan ég er að koma og hvað getur gerst ef ég er ekki meðvituð um hvað ég er að gera.“

Þetta segir Júlía Fanney í Facebook-stöðufærslu sem vakið hefur athygli. Þrátt fyrir ungan aldur þá var hún langt leidd í misnotkun á læknadópi sem virðast hafa komið til Íslands af fullum þunga undanfarið og leitt mörg ungmenni í gröfina. Hún segir í samtali við DV að hún hafi misnotað „benzolyf og morfín lyf, sem sagt Oxycontin og götulæknadópið Xanax.“

Ljóst er að neysla á þeim lyfjum hefur stóraukist undanfarið. Það má sjá glögglega innan lokaðra hópa þar sem fíkniefni eru auglýst. Þar eru álíka margar auglýsingar í tengslum við fyrrnefnt læknadóp og e-pillur, svo nokkuð sé nefnt.

Júlía Fanney, sem er 22 ára, segist hafa fyrst prófað fíkniefni þegar hún var á fermingaraldri. „Ég byrjaði að fikta um 13 til 14 ára og náði að fela þetta frá fjölskyldunni þangað til að ég var 20 ára. Þá var ég heimilislaus og búin að vera í dagneyslu frá því ég var 18 ára, ég var þá í blandaðri neyslu. Fjölskyldan vissi ekkert fyrr en ég sagði frá þegar ég fór inn á Vog í fyrsta skiptið rétt eftir að ég varð 20 ára,“ segir Júlía.

Hún segist hafa verið edrú í nokkra mánuði nú og það hafi gengið vel. „Edrú-dagurinn minn er 25. febrúar sem er líka afmælisdagurinn minn. Það hefur gengið nokkuð vel. Ég bý á áfangaheimili og er búin að vera i áframhaldandi stuðningi í Von eftir meðferð á Vík og er byrjuð í endurhæfingu sem heitir Grettistak,“ segir Júlía.

Í fyrrnefndri stöðufærslu segir Júlía að hún hafi einfaldlega þurfta að taka ákvörðun um hvort hún hafi viljað deyja eða ekki. „Geðsjúkdómurinn minn heitir alkóhólismi, hann er ekkert djók. Ekki vanmeta sjúkdóminn. Ef ég hugsa til baka þá er ég ekki sama manneskjan sem stjórnaði mér fyrir rúmlega 6 mánuðum. Þessi vítahringur sem ég var komin í var að drepa mig og þurfti ég að taka ákvörðun hvort ég vildi deyja eða reyna bjarga mínu eigin lífi. Það var ekki auðvelt því sjúkdómurinn segir að ekkert sé að, að þetta mun ekki vera ég, það er allt í lagi og ég sé ekki þess virði. Þessi barátta stoppar aldrei!“ segir Júlía Fanney.

Hún segir að stuðningur aðstandenda geri það að verkum að hún geti komist yfir þennan sjúkdóm. „Með stuðning frá fjölskyldu, góðum vinum og sterkum samtökum get ég átt líf. Því ég á bara eitt og ég ætla að passa uppá það. Við þurfum að vera meira vakandi fyrir fólkinu okkar, það þekkja allir einn sem hefur látist úr þessum sjúkdómi eða er ennþá virkur eða í bata! Þetta málefni snertir okkur öll. Saman getum við hjálpað öðrum,“ segir Júlía.

Hún segir að þess vegna sé Minningarsjóður Einars Darra og #égábaraeittlíf átakið svo mikilvægt. „Sjúkdómurinn minn fer heldur ekki í sumarfrí. Þá ætti geðdeild og meðferðir ekki að fara í sumarfrí, ef eitthvað þá ættum við að gefa í. Hún Bára Tómasdóttir er mögnuð kona fyrir að gera allt í sínu valdi til að vekja upp þessa umræðu og algjör fyrirmynd. Sameinum krafta okkar og hjálpum þeim sem þurfa hjálp. Gefumst aldrei upp á fólkinu okkar. Ráðgjafar og læknar á meðferðarstofnun gera kraftaverk, þökkum þeim fyrir að tileinka lífinu sínu til að hjálpa öðrum. Skömmin getur verið mikil en þá koma ráðgjafar sem dæma mann ekki og eru tilbúin að hjálpa sama hvað,“ segir Júlía.

Hún segir að þögn eigi ekki að ríkja um þetta málefni: „Þessi umræða á ekki að vera tabú. Dreifum boðskapnum! Stöndum upp fyrir þeim sem geta ekki staðið upp fyrir sjálfum sér og köllum á breytingu! Það eiga allir rétt á að fá hjálp, sama hvað. Ég er þakklát fyrir að vera edrú í dag og þakklát fyrir hana Báru, fyrir allt sem hún stendur fyrir. Munum að við eigum bara eitt líf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Stórfurðuleg mynd af Guðna vekur athygli – „Þarna var einhver töframaður sem vildi sýna kúnstir sínar“

Stórfurðuleg mynd af Guðna vekur athygli – „Þarna var einhver töframaður sem vildi sýna kúnstir sínar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Smellir í ellinni: Efri árin leika Íslendinga misgrátt – Sjáið myndirnar

Smellir í ellinni: Efri árin leika Íslendinga misgrátt – Sjáið myndirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konunglegt foreldrafrí

Konunglegt foreldrafrí
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gera grín að miðaldra fólki í Facebook hópi: „Þessi Me Too bylting er komin út í ÖFGAR“

Gera grín að miðaldra fólki í Facebook hópi: „Þessi Me Too bylting er komin út í ÖFGAR“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mesta snilldin og algjört klúður 21. aldarinnar

Mesta snilldin og algjört klúður 21. aldarinnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásgeir Trausti og fegurðardrottningin Hugrún Egils byrjuð saman

Ásgeir Trausti og fegurðardrottningin Hugrún Egils byrjuð saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram: „Ljóðskáldið, fastur í líkama hellisbúa“

Vikan á Instagram: „Ljóðskáldið, fastur í líkama hellisbúa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skoskur Parkisonsjúklingur hjólaði hringinn í kringum Ísland

Skoskur Parkisonsjúklingur hjólaði hringinn í kringum Ísland