fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Jóhann Óli lætur hundaeigendur heyra það – „Einn slíkur hótaði til að mynda málsókn“

Fókus
Mánudaginn 30. júlí 2018 08:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fordómar mínir gagnvart hundum eru þó smámunir við hlið fordóma minna í garð hundaeigenda,“ segir Jóhann Óli Eiðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, í bakþönkum blaðsins í dag. Í pistlinum, sem ber yfirskriftina Bitglaðir hundar, segir hann farir sínar ekki beint sléttar af hundum og hundaeigendum.

Tilefni pistilsins var svar heilbrigðisráðherra á dögunum um hversu oft folk hefur leitað á heilbrigðisstofnanir til að fá meðferð við hundsbiti. Í svarinu kom fram að 53 hefðu leitað til læknis á höfuðborgarsvæðinu árið 2017 eftir að hafa fengið áverka eftir hunda. Á síðustu fimm árum er þessi fjöldi hátt í 150.

Jóhann hefur fengið sinn skerf af bitum.

„Ef minni mitt bregst ekki þá hef ég verið bitinn alls níu sinnum af hundum. Óbermin virðast hafa sérstaka óbeit á mér og leggja stundum lykkju á leið sína til þess eins að læsa tönnum sínum í mig. Til að mynda var ég eitt sinn á gangi gegnum Klambratún þegar slíkt kvikindi kom í loftköstum til þess eins að narta í mig. Öðru sinni, þegar ég starfaði á dekkjaverkstæði, var ég að bera felgur fram hjá bíl þegar voffi stakk höfðinu út um opinn glugga og nartaði í öxlina á mér. Sár mín af þessum sökum hafa verið eins og hvert annað hundsbit og því ekki með í tölum ráðherra. En afleiðingin er sú að mér er meinilla við þessar úrkynjuðu verur og vil sem minnst af þeim vita.“

Jóhann snýr sér svo að hundaeigendum og gagnrýnir þá nokkuð harðlega.

„Fordómar mínir gagnvart hundum eru þó smámunir við hlið fordóma minna í garð hundaeigenda. Þar er fámennur hópur svartra sauða sem telur að hundurinn sé alltaf í rétti. Einn slíkur hótaði til að mynda málsókn vegna fréttar af bitóðum hundi á Dalvík. Myndin sem fylgdi með væri af hundinum hans og væri af hundasýningu í Mosfellsbæ (myndin var frá Tórínó) og birting hennar væri að sverta „mannorð“ dýrsins! Stundum grunar mig að sniðmengi þessa hóps og foreldra eineltisgerenda sé nokkuð stórt.“

Það skal tekið skýrt fram að Jóhann Óli endar pistilinn á þeim orðum að um „lúmskt vinnustaðagrín“ sé að ræða. Það sé í raun markmiðið með pistlinum. „Ég er nefnilega farinn í sumarfrí og því munu allar kvartanir sármóðgaðra og óstöðugra hundaeigenda lenda á vinnufélögum mínum. Góðar stundir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar