fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Sýningaropnun Farsæl, fróð og frjáls

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardaginn 1. desember kl. 13 verður sýningin Farsæl, fróð og frjáls opnuð í Rýmd sýningarrými, Völvufelli 13 – 21. Að sýningunni standa Harpa Dís Hákonardóttir og Hjördís Gréta Guðmundsdóttir en þær eru báðar á 3. ári við myndlistardeild í Listaháskóla Íslands.

Sýningin Farsæl, fróð og frjáls fagnar 100 ára fullveldisafmæli Íslands með feminískum hætti og minnist Huldu skáldkonu. Texti Huldu er útgangspunktur sýningarinnar og mun hann birtast í ýmsum miðlum, upplesinn, sjónrænt eða prentaður. Hulda skáldkona (1881-1946) eða Unnur Benediktsdóttir Bjarklind var frá Suður – Þingeyjarsýslu og hóf að yrkja á ungum aldri, en á 19. öld var ríkt menningarlíf í sveitinni og áttu þingeyskar konur sterkan þátt í kvenréttindabaráttunni á þeim tíma. Hulda samdi smásögur, birti skáldrit, gaf frá sér sjö ljóðabækur, og ekki má gleyma að nefna að hún rak stórt heimili allan sinn rithöfundaferil. Hún hlaut mikið lof en einnig neikvæða gagnrýni fyrir að vera skáldkona og er hún meðal fyrstu kvenna á Íslandi sem náði viðurkenndum árangri í listum til jafns við karla. Lítið er um heimildir um Huldu og lítil vitneskja er um hana og framlag hennar til þjóðarinnar. Sýningin Farsæl, fróð og frjáls leitast við því að draga ljóð Huldu fram í dagsins ljós og gera þau aðgengileg. Titill sýningarinnar er fenginn úr þjóðhátíðarljóðinu Hver á sér fagra föðurland (1944), einu þekktasta ljóði hennar, sem vann ásamt ljóði Jóhannesar úr Kötlum til verðlauna í ljóðasamkeppni sem efnt var til í tilefni af lýðveldisstofnuninni 1944. Ljóðlínan á við um landið sjálft, en gæti hæglega átt við um Huldu sjálfa, skáldkonuna, sem lét að sér kveða í karlasamfélagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar