fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Vinirnir Joey og Jón eru saman í Helgarfrí

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 2. nóvember 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag kom út lagið Helgarfrí á Spotify með Joey Christ þar sem Jón Jónsson þenur einnig raddböndin. Höfundar lags ásamt Joey og Jóni eru Logi Pedro og Arnar Ingi auk þess sem heyra má í Elísabetu Ormslev í bakröddum.

Helgarfrí var tekið upp í 101derland hljóðverinu og er fyrsta lag Joey Christ í samstarfi við Sony.

Er þetta í fyrsta sinn sem vinirnir Joey Christ og Jón vinna saman, en Joey hefur löngum verið þekktur fyrir að efla til samstarfs við ólíka listamenn.

Joey Christ er hliðarsjálf Jóhanns Kristófers Stefánssonar en fyrsta lag hans Joey Cypher var eitt vinsælasta rapplag Íslands frá upphafi og markaði það skýrt upphaf gróskunnar sem ríkir nú í íslensku rappi. Á tveimur árum gaf Jóhann út tvær plötur undir nafni Joey Christ, hitaði upp fyrir heimsfrægu rapparana Young Thug & Migos, og leikstýrði og gaf út tónlistarmyndbönd, bæði við eigin lög sem og annarra.

Joey Christ vann til tvennra verðlauna á Íslensku Tónlistarverðlaununum fyrr á þessu ári, fyrir lag- og plötu ársins í flokki rapp og hip hop tónlistar auk þess sem lagið Joey Cyphervar valið lag ársins af Grapevine. Joey vinnur nú að nýju efni ásamt Marteini Hjartarsyni, aka BangerBoy og er þriðja breiðskífa hans væntanleg á nýju ári, en með plötunni má finna skírskotanir í íslenskan samtíma og poppmenningu.

Joey Christ er á lista hjá Les Fréres Stefson útgáfunni sem heyrir undir 101derland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar