fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Anna Gunnlaugsdóttir opnar sýningu – Staða kvenna

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 2. nóvember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Gunnlaugsdóttir sýnir málverk og dúkristur í SÍM-salnum, Hafnarstræti 16,  2.-22. nóv. 2018

Sýningin opnar föstudaginn 2. nóv. kl. 17 – 19 og eru allir hjartanlega velkomnir.

„Ég mála bara myndir af konum og hef gert í næstum 40 ár. Konan sem viðfangsefni í verkum mínum festist endanlega í sessi eftir að ég eignaðist eldri dóttur mína. Ég varð svo meðvituð um mátt líkama míns, svo upptekin af eigin kynferði, að konurnar mínar tóku að fæðast á striganum. Þegar fram liðu stundir stýrði ég konunum mínum meira en þær mér og ég fór meðvitað að setja þær í ákveðin hlutverk en þessir ferðafélagar segja mína sögu á sinn sjálfstæða hátt,“ segir Anna.

„Á þessari sýningu er ég að gera svolítið öðruvísi myndir en ég er vön og er bæði með málverk og dúkristur. Þannig er að þegar ég var að flytja í vinnustofuna á Korpúlfsstöðum fyrir þremur árum og var enn einusinni að fara í gegnum dótið mitt þá ég fann ég litla mynd (15×15 cm) þar sem ég hafði  rist í blauta málningu teikningu af konu krjúpandi á fjórum fótum. Ég hafði áður rekist á þessa mynd en hún sló mig sérstaklega þarna, þetta var akkúrat staða konunnar og nú er ég að vinna með þessa stöðu og nota hana og leik mér með þetta form í ýmsum útgáfum.“

Konurnar á sýningunni, segja sögu frá árþúsunda löngu ófrelsi og bælingu frá kynslóð til kynslóðar. Verkin eru unnin bæði með akrýl á striga og svo eru líka dúkristuþrykk sem eru einföld í formi með lifandi linu sem fæst með því að rista í eitthvað. Það er ákveðin samlíking við fornar hellamyndir og tilvísun í hversu langt aftur kúgunin nær og hins vegar hversu úrelt hugmyndafræði mismunun karls og konu er. Konunum er raðað saman hvor á eftir annari eins og hjörð rekin til slátrunar, þeim er stillt upp á móti hvorri annari en þær snúa líka bökum saman.

Anna lauk námi í málun frá MHÍ 1978, var gestanemandi við Ecole des Beaux Arts í Paris 1978-79, lauk námi í grafískri hönnun við MHÍ 1983 og kennslufræði við LHÍ 2006. Hún hefur haldið hátt á annan tug einkasýninga og tekið þátt í ýmsum sýningum hér á landi og erlendis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda