fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Hrafnhildur á einni stærstu listahátíð heims – Hárin hennar vekja lukku

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 19. nóvember 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listakonan Hrafnhildur Arnardóttir hefur vakið mikla athygli á síðustu árum fyrir litrík verk sín, en þar eru mannshár í brennidepli.

Hrafnhildur gengur undir listanafninu Shoplifter og notast bæði við ósvikin hár auk gervihára. Með þessu skapar hún umfangsmikla landslagsskúlptúra ásamt hefðbundnum höggmyndum, en verkin þykja bæði dáleiðandi og sérviskuleg. Listavefurinn My Modern Met fjallaði nýverið um stíl Hrafnhildar og hælir verkum hennar óspart.

„Hár er minnistákn þeirrar óbyggðar sem býr í okkur öllum og eitt af því fáa sem lifir okkar tilvist af,“ segir Hrafnhildur í samtali við tímaritið Infringe. „Hár er eins og skjöldur. Á móti má líka sjá það sem undirstöðu þess að sýna heiminum það sem býr í okkur.“

Hrafnhildur er fædd árið 1969. Hún stundaði nám við Myndlistar- og handíðaskólann og lauk framhaldsnámi frá School of Visual Arts í New York. Hrafnhildur býr og starfar í New York. Hluti af kjarnamarkmiðum listakonunnar hefur verið að kanna notkun og tákngildi mannshársins, sjónræna og listræna möguleika þess.

Ýmis spennandi verkefni bíða listakonunni á næstunni. Hrafnhildur hefur verið valin sem fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2019, en þar er um að ræða eina stærstu listahátíð heims sem haldin er á tveggja ára fresti. Sýninguna vinnur Hrafnhildur í samstarfi við sýningarstjórann, Birtu Guðjónsdóttur.

Sjá má viðtalið við Hrafnhildi í heild sinni að neðan, en myndbandið er frá 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu