fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

„Þetta er nýja ég, stelpan í hjólastólnum“ – Sunna Elvíra segist enn ekki hafa hugmynd um hvað gerðist daginn örlagaríka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 19:24

Sunna Elvira Þorkelsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Einu sinni fór mamma með mig niður í bæ í Sevilla og ók mér framhjá búðarglugga. Þá rann upp fyrir mér nýr veruleiki. Ég horfði í spegilmyndina og hugsaði: „Þetta er ég, þetta er nýja ég, stelpan í hjólastólnum.“

Þetta segir Sunna Elvia Þorkelsdóttir sem varð fyrir dularfullu slysi á Malaga á Spáni í vetur er hún féll á milli hæða í íbúðarhúsnæði og lamaðist niður frá brjósti. Hefur hún síðan verið í hjólastól. Sunna Elvíra var í viðtali á Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld.

Skilnaður og ákæra fyrir alvarlegan glæp

Fyrrverandi eiginmaður Sunnu Elvíru, Sigurður Kristinsson, hefur verið ákærður fyrir hlutdeild í stóru fíkniefnasmygli þar sem fíkniefnum var smyglað með skákmunum til landsins. Sunna Elvíra og Sigurður skildu í sumar og segir hún að það hafi verið sameiginleg ákvörðun:

„Þetta voru samt þung skref á skrifstofu sýslumanns og þetta tók á.“

Sunna Elvíra er í stöðugri endurhæfingu, er í sjúkraþjálfun og stundar sund mikið. Þá er hún í mikilli styrktarþjálfun fyrir hendurnar. Sunna Elvíra býr með fjögurra ára gamalli dóttur sinni, Sólbjörtu Elvíru, og getur séð um barnið þrátt fyrir fötlunina, með því að nýta handstyrkinn.

Sunna Elvíra hefur ákveðið að mæta nýjum veruleika sínum með jákvæðnina að vopni og gera það allra besta úr lífi sínu. Hún viðurkennir að erfiðir dagar koma á milli þar sem hún fyllist vonleysi og grætur. En góðu dagarnir séu miklu fleiri.

Erfitt að svara spurningum barnsins

Hún segir að dóttir sín hafi aðlagast vel þessum veruleika, að eiga mömmu í hjólastól. En það komi erfiðar spurningar, til dæmis spyrji barnið hvenær hún losni við hjólastólinn. „Ég vissi ekki hvernig ég ætti að svara þessu en sagði, „ekki alveg strax.“

Man ekkert eftir slysinu

Sunna Elvíra segist vera búin gefast upp á því að reyna að komast að því hvað gerðist daginn örlagaríka þegar hún lenti í slysinu og lamaðist. „Ég er búin að brjóta heilann svo mikið um þetta en það er best fyrir mig að hætta að horfa í baksýnisspegilinn. Ég fór í smá vinnu með sálfræðingi til að athuga hvort hægt væri að endurheimta þessar minningar en það skilaði ekki árangri og ég ákvað að láta þar við sitja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar