fbpx
Laugardagur 21.júní 2025
Fókus

Raddir íslenskunnar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 12. nóvember 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur íslenskrar tungu er föstudaginn 16. nóvember. Af því tilefni verður viðburður í Borgarbókasafninu deginum áður, fimmtudaginn 15. nóvember, þar sem íslenskunni í öllum þeim hljómbrigðum sem finna má í Reykjavík verður fagnað. Nemendur og kennarar í íslensku sem annað mál munu ræða um gildi tungumálsins og miðla reynslu sinni með gestum í huggulegri Café Lingua stemningu á Borgarbókasafninu í Grófinni.

Íslenska sem tungumál verður fjölbreyttari og ríkari eftir því sem fleiri tala hana. Allir eiga sama tilkall til málsins, til að nota það í ræðu jafnt sem riti, kalla það sitt og gera það að sínu. Á Café Lingua verður meðal annars rætt stöðu íslenskunnar meðal þeirra sem nota tungumálið sem annað mál. Fjallað verður um hvernig málið sé jafnrétthátt í slíkum tilfellum sem og hjá íslenskum móðurmálshöfum og að frávik þeirra sem eiga hana ekki að móðurmáli séu ekki „verri“ en frávik þeirra sem eiga hana að móðurmáli.

Allir eru velkomnir, hvort sem þeir hafa íslensku að móðurmáli, að öðru máli eða fimmta, eða eru rétt að byrja að læra tungumálið.

Café Lingua er tungumálavettvangur á vegum Borgarbókasafnsins í samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu. Eitt af markmiðum Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Café Lingua er gátt inn í mismunandi tungumála- og menningarheima og tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á hinum ýmsu tungumálum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Café Lingua – lifandi tungumál er samstarf Borgarbókasafnsins og Alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar og við Mála- og menningardeild og námsleiðina Íslenska sem annað mál við Háskóla Íslands, Huldumál, félagið „Linguae“ og Íslenskuþorpið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Quarashi koma saman aftur á Lopapeysunni

Quarashi koma saman aftur á Lopapeysunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Feilspor Viðars hefur fengið 1,6 milljón áhorfa – „Ótrúleg tímasetning!“

Feilspor Viðars hefur fengið 1,6 milljón áhorfa – „Ótrúleg tímasetning!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ormhildarsaga glæný íslensk teiknimyndasería fyrir börn er tímamótaverk

Ormhildarsaga glæný íslensk teiknimyndasería fyrir börn er tímamótaverk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aukasýning á vinsælustu ABBA sýningu heims í Hörpu

Aukasýning á vinsælustu ABBA sýningu heims í Hörpu
Fókus
Fyrir 1 viku

Héraðsdómari selur glæsilegt einbýli í Breiðholti – Myndir

Héraðsdómari selur glæsilegt einbýli í Breiðholti – Myndir
Fókus
Fyrir 1 viku

Aðdáendur hneykslaðir á Sabrinu Carpenter – „Þú ert að niðurlægja þig“

Aðdáendur hneykslaðir á Sabrinu Carpenter – „Þú ert að niðurlægja þig“