Laugardagur 07.desember 2019
Fókus

Elín Kára – „Áhugi og ákvörðun“

Elín Kára
Þriðjudaginn 30. október 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað þarf til að ná árangri í einhverju? Hvað þarf til að „aðrir“ taki mark á þér? Hvað þarf til að breyta um starfsvettvang og fá „aðra“ til að taka mark á sér á nýju sviði?

Með því að taka ákvörðun og sýna áhuga.

Hvernig fer ungur einstaklingur í yfirþyngd að því að vera orðinn einn af þeim sem er að fara keppa í fitness? Með áhuga og ákvörðun… og miklum aga.

Hvernig fer til dæmis Ragga nagli að því að fara úr þeim lífstíl að vera með sígó í annarri og bjór í hinni, í allt of mikilli yfirþyngd yfir í það að vera einn virtasti líkamsræktarþjálfari landsins? Með ákvörðun og áhuga.

Hvernig verður Áslaug Arna ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður, ásamt öllu sem því fylgir? Fyrst og fremst með ÁHUGA og ákvörðun. Ef kjósendur hennar myndu ekki skynja áhuga hennar fyrir því sem hún tekur sér fyrir hendur, þá hefðu menn ekki trú á henni og fyrir vikið væri hún ekki kosin. Hún er bæði vel menntuð, dugleg og klár ásamt svo mörgum öðrum kostum sem hún nýtir sér til árangurs í starfi. Aðal atriðið er samt sem áður áhugi hennar fyrir verkefnunum og sá áhugi er til fyrirmyndar.

Hvernig fer ungt fólk að því að byrja á nýjum starfsvettvangi og koma sér í að verða sérfræðingar á sínu sviði sem fólk leitar ráða hjá? Með því að sýna áhuga og taka ákvörðun um að verða góðir í sínu fagi.

Einfalt en ekki auðvelt

Þetta er mjög einfalt. Já, þetta er einfalt – en ekki auðvelt. Það sem er einfalt að gera er líka einfalt að gera ekki. Nákvæmlega sú staðreynd skilur á milli þeirra sem ná langt og þeirra sem eru fastir í sömu sporunum. Þeir sem halda sig við að gera þetta einfalda hluti aftur og aftur…. og aftur – þeir ná langt og gera einföldu hlutina aftur og aftur… og aftur.

OG hætta ekki þegar menn hafa gert mistök. Ég þurfti að læra það – ég átti það til að skammast mín svo mikið þegar ég gerði mistök að ég bara hætti. Í stað þess að taka mistökum fagnandi, horfast í augu við þau, viðurkenna þau, LÆRA af þeim og svo halda áfram. Öðruvísi þroskast maður ekki. Ég skammaðist mín bara fyrir að vera ekki „betri og vitrari“ og hætti bara.

Við þurfum líka aga

Ofan á áhuga og ákvörðun þarf að hafa aga. Maður þarf að aga sjálfan sig til að gera það sem þarf að gera. Agaleysi hefur einhverra hluta vegna fengið að grassera í menningunni okkar og er alltaf að ryðja sér meira rúms. Á sama tíma eykst munurinn á milli þeirra sem „hafa“ og „hafa ekki.“ Það er orðið eitthvað óútskýranlegt norm að hafa engan aga á áti, skjánotkun eða áfengisneyslu, svo eitthvað sé nefnt.

Þeir sem eru að ná hvað mestum árangri er fólk sem er agar sig til að gera eða gera ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Play haft að háði og spotti – „Sýndu mér andlit á manni sem er ekki búinn að fá útborgað“

Play haft að háði og spotti – „Sýndu mér andlit á manni sem er ekki búinn að fá útborgað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknirinn Guðmundur Freyr hrundi niður í streitu og kulnun: „Ég bara upplifði að ég væri algjörlega kláraður“

Læknirinn Guðmundur Freyr hrundi niður í streitu og kulnun: „Ég bara upplifði að ég væri algjörlega kláraður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásthildur var með tvö lítil tattú fyrir sjö árum: „Ég spurði hvort hjartað gæti hætt að slá út af sársauka“

Ásthildur var með tvö lítil tattú fyrir sjö árum: „Ég spurði hvort hjartað gæti hætt að slá út af sársauka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg lífsreynsla Arons – Lenti í lífshættulegu bílslysi og greindist með krabbamein á sama tíma

Ótrúleg lífsreynsla Arons – Lenti í lífshættulegu bílslysi og greindist með krabbamein á sama tíma
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frá leðursvipum til kynsvalls og ógeðfelldra Sveinka

Frá leðursvipum til kynsvalls og ógeðfelldra Sveinka
Fókus
Fyrir 5 dögum

Helena vill ekki „fegra“ andlit: „Ófullkomleikinn það fallegasta“

Helena vill ekki „fegra“ andlit: „Ófullkomleikinn það fallegasta“
Fókus
Fyrir 5 dögum
Hvað er aðventa?