fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Emmsjé Gauti: „Á mínum tíma var maður stimplaður dópisti fyrir það eitt að fá sér jónu“

Tómas Valgeirsson og Guðni Einarsson
Föstudaginn 19. október 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Akureyringurinn og Breiðhyltingurinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, hefur verið einn allra vinsælasti rappari landsins um árabil. Listamaðurinn hefur sópað til sín tilnefningum og verðlaunum fyrir lög sín og plötur og hafa fáir listamenn í íslensku rappsenunni komist með tærnar þar sem Gauti hefur hælana.

Það hefur tekið listamanninn tíma og metnað að komast á þann stað sem hann er á í dag en hann hefur sent frá sér fimm breiðskífur og yfir tuttugu smáskífur. Á leiðinni hefur hann lent í ýmsum uppákomum. Fimmta breiðskífa kappans leit dagsins ljós fyrr í vikunni undir heitinu FIMM. Sjálfskoðun og aðra upplifun á sjálfum sér segir Gauti hafa valdið því að platan hafi orðið rólegri og farið í aðra átt en þær fyrri. Gauti er með mörg járn í eldinum þessa dagana en hann vinnur nú að opnun nýs veitingastaðar í vesturbæ Reykjavíkur, útgáfutónleika á Akureyri og jólatónleika í Háskólabíói.

DV ræddi við Gauta í einlægu við tali um upprunann, ferilinn, eiturlyfjavanda ungs fólks og sitthvað fleira.

Þetta er brot úr helgarviðtali DV.

Rapparinn spilaði á 140 tónleikum á síðasta ári.

Hyldýpi af djammi

Nú er tónlistarsenan þekkt fyrir mikið djamm. Hvernig er að vinna sem tónlistarmaður og vera í kringum allt þetta skemmtanalíf?

„Það þarf auðvitað að átta sig á því umhverfi sem maður spilar í. Ég er sáttur við hvað tilhlaupið að mínum ferli tók langan tíma. Þegar ég var farinn að „meika“ það, þá var ég búinn að sýsla í þessu svo lengi að ég kunni vel við að vera kominn þá leið. Það er vissulega mikið um djamm og partístand í þessu, sérstaklega þegar þú vinnur í rauninni við að halda partí og skemmta fólki. Mér finnst reyndar persónulega miklu skemmtilegra að halda tónleika en að spila á djammi. Það fylgir þessu alltaf að fólk fær sér glas á börum og þvíumlíkt en í dag finnst hef ég ekkert sérstaklega gaman af að spila klukkan þrjú að nóttu til. Tímarnir voru öðruvísi þegar ég var yngri og graðari, en nú er það aðeins öðruvísi. Það þarf voðalega mikið að passa það að sogast ekki inn í eitthvert hyldýpi af djammi, því skemmtanahald – eins og allt annað – verður rosalega þreytt ef þú ert alltaf í þeirri senu.“

Undanfarið er búin að vera mikil umræða um lyfseðilsskyld lyf, sem hafa verið mikið tengd við tónlistarsenuna. Hvað finnst þér um slíkt?

„Ég held að það sé rangt að benda á hipphopp-senuna sem einhvern blóraböggul í þessum málum. Hins vegar er þetta mjög alvarlegt mál og ástandið sem er í gangi í dag er vissulega hræðilegt. Það eru prósentur og dauðsföll sem sýna fram á að neyslan er miklu þyngri hvað varðar svona óbjóð. Þetta þekktist ekki þegar ég var krakki, ég tók allavega ekki eftir því. Á mínum tíma var maður stimplaður dópisti fyrir það eitt að fá sér jónu. Það er miklu meira umburðarlyndi gagnvart lyfseðilsskyldum lyfjum, en staðreyndin er sú að þetta fylgir öllum senum, hvort sem þú ert í rokki eða jakkafataklæddur maður á sinfóníutónleikum eða húsmóðir í Breiðholti. En það er ótrúlega auðvelt að ráðast á toppinn.

Hræðsluáróður virkar ekki

Hipphopp er mest áberandi tónlist sem er í gangi í dag. Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir okkur sem fyrirmyndir að upphefja ekki eiturlyfjanotkun. Við erum kannski ekki sjálfskipaðar fyrirmyndir en við erum vissulega fyrirmyndir. Hins vegar stend ég báðum megin við línuna, því mér finnst líka mjög skrítið að ritskoða svona hluti. Poppkúltúr endurspeglar náttúrlega bara samfélagið í heild sinni. Það þarf að ráðast að rót vandans og velta því fyrir sér hver er að skrifa út þessi lyf, af hverju er verið að skrifa út þessi lyf og í hvaða tilgangi?

Ég hef átt þetta spjall við yngri gaura í senunni sem eru meðvitaðir um þetta líka. Mér finnst nauðsynlegt að tala um eiturlyf og eiturlyfjaneyslu, en þá þarf einnig að sýna dimmu hliðarnar á því. Það þarf að sýna að þetta sé ekki alltaf gott partí og stanslaust stuð.

Gott dæmi finnst mér vera nýjasta plata Gísla Pálma, þar sem hann fer yfir sinn lífsstíl en kemur líka inn á það hvernig hann glímir við eigin djöfla. Ef hægt er að tala um þetta á tvo vegu, þá finnst mér það réttlæta að tala um lyfin á annan hátt líka. Þetta er viðkvæmt mál og mér finnst erfitt að tala um þetta, því mér líður svo oft eins og það þurfi svo lítið til að segja eitthvað sem mun stuða eða særa einhvern. Mín skoðun er allavega sú, þangað til einhver breytir henni, að hræðsluáróður virkar ekki frekar en að öskra á fólk. Það er að koma breyting smátt og smátt en auðvitað fáránlegt að benda á fíkla í einhverju glæpamannasamhengi.

Umfjöllun um neyslu talar yfirleitt um lokastigið á neyslunni, sem færri tengja sig við. Meira að segja lið sem fiktar við sína fyrstu pillu hugsar aldrei: „Ég mun enda eins og þessi þarna“, þannig að ég held að hræðsla í gegnum ferlið sé aðal skaðaminnkunin sem gæti átt sér stað.“

Viðtalið við Gauta má lesa í heild sinni í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Strokufangar á Íslandi

Strokufangar á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

50-20-30 reglan: Ef þú notar hana verður þú aldrei aftur í fjárþröng

50-20-30 reglan: Ef þú notar hana verður þú aldrei aftur í fjárþröng
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emmsjé Gauti fékk sér nýtt flúr – Fékk hjálp við að deyfa sársaukann

Emmsjé Gauti fékk sér nýtt flúr – Fékk hjálp við að deyfa sársaukann
Fókus
Fyrir 3 dögum

18 ára íslenskur drengur skotinn til bana í skotgröfum

18 ára íslenskur drengur skotinn til bana í skotgröfum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín í hópi með Rachel Weisz og Daniel Craig: Barnsfæðing og frumsýning í fullum undirbúningi

Kristín í hópi með Rachel Weisz og Daniel Craig: Barnsfæðing og frumsýning í fullum undirbúningi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt ekki að senda skilaboð á fyrrverandi: „Sögurnar segja að þú hafir gefið mér klamidíu“

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt ekki að senda skilaboð á fyrrverandi: „Sögurnar segja að þú hafir gefið mér klamidíu“