fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fókus

Ragga nagli: „Vellíðan og heilsa snýst ekki um eltingarleik við númer og tölur“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 1. október 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um að öppin sem létta eiga okkur lífið að heilbrigðari lífsstíl, en eru oft verri en ekkert.

„Ég vissi ekki að makríll væri svona óhollur,“ sagði konan við Naglann.

„Ha…. hef ég verið með eyrnatappa ofan í gjótu á Reykjanesi. Þessar fréttir fóru alveg framhjá mér,“ sagði Naglinn.

„Já ég borðaði hann í gær á veitingastað og loggaði inn í kaloríuappið í símanum og fór beint upp í rauða svæðið. Svo rosalega margar hitaeiningar. Ég ætla frekar að borða hvítan fisk.“

„Uuuu…. úff…. hvar skal ég byrja….hversu mikinn tíma höfum við?“

Makríll flokkast sem feitur fiskur og þess vegna er hann hitaeiningaríkur.

En þessar hitaeiningar innihalda haug af góðu stöffi eins og fjölómettuðu Omega-3 fitusýrurnar DHA og EPA.

Þessar systur minnka bólgur í líkamanum, minnka líkur á hjartasjúkdómum, smyrja liðina sem vernda gegn liðagigt. Makríll er stútfullur af DHA og hún hefur verið rannsökuð í tengslum við að vernda gegn Alzheimer og Parkinson.

En endilega hentu þessum fisk aftur út í hafsauga og slafraðu bara skinhoraða ýsu svo þú fáir broskall í kladdann hjá höfundum smáforrits úti í heimi.

Öpp sem telja hitaeiningar gera sitt gagn til að öðlast betri meðvitund um máltíðamynstur, skammtastærðir, innihald matvæla, vatnsdrykkju og hreyfingu dagsins.

En þau geta líka valdið þráhyggju yfir hvað ratar á diskinn.

Allskyns heilsusamlegum matvælum sópað út því þau líta ekki vel út í útreikningunum í Excel skjalinu.

Það vill enginn fara í rauða svæðið. Þá hefur þér mistekist.

Lúser beibí… með stórt L á enninu.

Horaðri snæðingar á morgun takk för!!

Listinn af matvælum sem fægja geislabauginn komast fyrir aftan á frímerki.

Út með önd og lamb og ribbæ og allt sem inniheldur fitu.

Klaki og grilluð gúrka í kvöldmat.

Þetta ýtir undir óheilbrigt samband við mat og svarthvítri flokkun á hvað má og má ekki borða.

Að auki reikna þessi öpp út hversu mikið skal snæða á dag til að spæna upp spik af vömb.

En oftar en ekki myndu þessar hitaeiningar ekki halda lífi í rúmliggjandi eldri borgara.

Þau stinga líka upp á hversu mikla hreyfingu þarf til að leiðrétta að borða meira en leyfilegt magn.
„Ef ég borða enn minna og hreyfi mig enn meira þá horast ég hraðar.“

Spörfuglasnæðingar lækka grunnbrennsluna og minnka lífsgæðin.

Ofþjálfun og æfingaþráhyggja koma með hraðpósti DHL.

Heilsusamlegur lífsstíll felst ekki að vera með snöru númera um hálsinn og verða þræll smáforrita.

Þau eru verkfæri og leiðbeiningar.
En þau mega ekki verða vopn og einræðisherra.

Vellíðan og heilsa snýst ekki um eltingarleik við númer og tölur.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vaknaði grautþunnur og dagurinn var næstum því ónýtur – Gerði þetta í staðinn

Vaknaði grautþunnur og dagurinn var næstum því ónýtur – Gerði þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök

Greindist með ristilkrabbamein 24 ára: Hunsaði einkennin og hvetur aðra til að gera ekki sömu mistök
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“

Ellý spáir stóru og valdamiklu ári hjá Snorra – „Það er ekkert illt í þessum manni“