fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Böbbi tók yfirdrátt og Bibbi veðsetti íbúðina

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 22. júlí 2018 20:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snæbjörn Ragnarsson er meðlimur í tveimur af vinsælustu hljómsveitum landsins, Skálmöld og Ljótu hálfvitunum. Að auki er hann tveggja barna faðir sem vinnur á auglýsingastofu frá klukkan 9 til 17 á milli þess sem hann sinnir rokkstjörnuhlutverkinu í hjáverkum. Snæbjörn, sem er aldrei kallaður annað en Bibbi, settist niður með Kristni H. Guðnasyni, blaðamanni DV, og ræddi æskuna, drauminn um Ólympíuleikana, hljómsveitalífið og sjálfsvígið sem hafði gríðarleg áhrif á líf hans.

Hér fyrir neðan er að finna brot úr ítarlegu helgarviðtali DV við Snæbjörn Ragnarsson.

„Þetta sprakk út á ótrúlega skömmum tíma. Við bjuggum til tvö demó og röltum með þau á milli útvarpsstöðva. Við vorum ekki bjartsýnir á að fá spilun en það gekk þó eftir og skömmu síðar hljómuðu lögin okkar úti um allt. Það kom okkur í raun mjög á óvart, sumir meðlimir voru orðnir fjölskyldufeður og við vissum eiginlega ekki í hvorn fótinn ætti að stíga, hvort að við ættum að hamra járnið þegar það væri heitt eða ekki,“ segir Bibbi.

Þeir hafi síðan ákveðið að taka upp fyrstu plötu hljómsveitarinnar, Baldur. „Við vildum gera það almennilega. Böbbi tók yfirdrátt upp á nokkrar milljónir og ég veðsetti íbúðina,“ segir Bibbi. Þegar afurðin var að mestu leyti tilbúin þá athuguðu þeir með útgáfu hér á landi. „Sena hafnaði okkur og þá ákváðum við að leita til færeysku útgáfunnar Tutl. Kristian, eigandi útgáfunnar, er mikill hugsjónamaður og gefur eiginlega allt efni út sem lagt er fyrir hann. Tutl gaf plötuna út og gamall samstarfsmaður Kristians vinnur hjá hinu þekkta austurríska útgáfufyrirtæki Napalm Records. Við fengum síðan samning hjá því og í kjölfarið tóku við umfangsmikil ferðalög um alla Evrópu,“ segir Bibbi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda