fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

TÍMAVÉLIN: Fullir unglingar í Reykjavík sýndir í 60 mínútum árið 1976 – Við vildum ekki flóð af útlendingum til landsins

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Mánudaginn 28. maí 2018 12:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1976 kom fréttamaðurinn Dan Rather til Íslands á vegum fréttastofu CBS til að gera þátt um Ísland fyrir fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur.

Það er forvitnilegt og ótrúlegt að sjá hvað sumt hefur breyst en annað staðið í stað í íslensku samfélagi á þessum 42 árum sem hafa liðið frá gerð þáttarins.

Dan Rather finnst margt forvitnilegt í sambandi við það hvernig íslenskt samfélag virkar. Við tókum til dæmis ekki við þjórfé, vorum öll í símaskránni og bárum öll eftirnöfn feðra okkar.

Hann fjallar sérstaklega um hversu vinnuglöð þjóð við erum, sérstaklega í erfiðisvinnu og hversu opin við erum þegar kemur að frelsi í kynlífi fyrir hjónaband. Það er augljóst að lítið hafi breyst á þessum 42 árum frá upptöku þáttarins.

Vildu selja rafmagn alla leið til Vestur Afríku

Rætt er við þáverandi ræðismann Íslands í Bandaríkjunum, Ívar Guðmundsson, um þá áætlun Íslendinga að selja rafmagnið okkar til Bandaríkjanna, Suður-Ameríku og alveg niður til Vestur-Afríku:

„Ég skil það þannig að það væri hægt að notast við gervihnött til að senda rafmagn til svæðis frá Boston á austurströnd Bandaríkjanna, til Flórida, allt Karabíahafið, alla Suður-Ameríku og alla leið til Vestur-Afríku. Ásamt hluta af Portúgal og Spán.“

Dan Rather bregst við þessari yfirlýsingu Ívars með furðu og finnst þetta ótrúlegt, en Ívar svarar honum af öryggi:

„Það virðist ótrúlegt, en það er ekki ótrúlegt í dag.“

Samkvæmt þættinum, var ástæða þess að við Íslendingar vildum selja rafmagnið í gegnum gervihnött til útlanda, sú að við vildum ekki flóð af útlendingum til landsins þar sem kynstofn okkar væri hreinn, – og þannig vildum við hafa það.

Síðar í þættinum er sýndar svipmyndir af djammi ungmenna á „skólaskemmtun“ í Reykjavík. Einn þambar brennivín meðan annar deyr áfengisdauða.

Sjón er sögu ríkari. Hér fyrir neðan er hægt að sjá fréttina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda