fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

KYNLÍF: 40 hlutir sem fertugar konur geta sagt þér um kynlíf – Fyrri hluti…

Fókus
Miðvikudaginn 2. maí 2018 20:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er margt gott við það að eldast. Fyrir það fyrsta fá margar hömlur að fjúka og í öðru lagi vitum við alltaf betur og hver við erum, hvað okkur líkar og hvað ekki.

Þetta gagnast auðvitað á flestum sviðum lífsins og þá ekki síst á sviði kynlífsins. Hér koma 20 hlutir sem fertugar konur hafa flestar fengið alveg á hreint þegar kemur að kynlífi.

Við á FÓKUS teljum hepplilegra að birta þessa visku í tveimur hlutum svo að þú náir að taka þetta allt saman inn. Hér er fyrri parturinn:

And here's to you, mrs Robinson.
And here’s to you, mrs Robinson.

1. Honum er alveg sama hvort þú ert búin að raka eða ekki.

Í alvöru, hann hefur engar áhyggjur af því. Hann er bara að hugsa um eitt.

2. Breidd. Ekki lengd.

Þá erum við að tala um stærðina. Það er að segja ef stærðin skiptir þig máli. Ótal rannsóknir hafa sýnt og sannað að konur pæla meira í því hvernig limur er í laginu fremur en stærð hans.

3. Allar stelpurnar stunda…

…Sjálfsfróun. Könnun sem var gerð árið 2004 (AARP), leiddi í ljós að meira en helmingur kvenna á aldrinum 45-49 höfðu tekið málin í eigin hendur síðasta hálfa árið á undan. Margar nota líka meira en bara hendurnar og þá eru eggin eða annarskonar titrarar vinsælastir.

4. Hann fílar að knúsast… 

…Karlar eru flestir alveg eins og konur hvað knúsið varðar.

Bæði kynin framleiða oxytoxin hormón meðan við elskumst en það er hormónaferli sem fer af stað hjá nýbökuðum mæðrum og hjálpar þeim að tengjast börnum sinum. Einskonar tengingar og gleðihormón.

Fyrir karlmenn þýðir þetta að þeir upplifa meira traust og sterkari þörf fyrir nánd.

5. Það er í alvöru hægt að reikna með stærðinni…

…út frá lengdinni á baugfingri. Því lengri sem baugfingurinn er, því lengri er þessi í miðjunni.

Þetta ræðst af testesterón magninu sem þeir fá í sig meðan þeir búa enn í móðurkviði. Ef baugfingur er jafnlangur eða minni en vísifingur, þá er maðurinn með minna magn af teststeróni. Ef baugfingurinn er hinsvegar langur, – þá veistu hverju þú átt von á góða. Með kostum og göllum.

6. Prófum!

Tilbreyting er það sem gefur lífinu gildi. Hvort sem þið prófið að gera það í rólu, á eldhúsgólfinu, í flugvél, á borðstofuborðinu, í leðurgalla eða blúndum. Ef þið eruð að prófa eitthvað nýtt þá er eitthvað að gerast.

7. Klám virkar líka fyrir sumar konur

Það er vitleysa að konur séu eitthvað seinni í gang en karlar. Og það er víst líka vitleysa að konum finnist allt klám hundleiðinlegt. Skemmtilegast finnst okkur víst að horfa á lesbíuklám. Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í McGill háskólanum í Montreal leiddu í ljós að konur sem horfa á klám voru í 743 sekúndur að verða mjög æstar meðan það tók jafn marga karla 664.6 sekúndur.

8. Segðu Ohhh, í staðinn fyrir Ommm

Þú veist hvað maður róast niður af því að stunda jóga. Ef þú þarft á þessari andlegu ró að halda í sálarlífi þínu þá er um að gera að fá’ða bara oftar.

Rannsóknir Hollenskra vísindamanna hafa  leitt í ljós að það er nákvæmlega ekki neitt að gerast í konuheilanum þegar kona fær fullnægingu. EKKERT. Það þýðir engar tilfinningar og engar pælingar um barnauppeldi, sumarfrí framundan eða neitt annað. Bara ekkert. Eftir á ertu svo gersamlega sultuslök að þú brosir hringinn. Athugaðu samt að þetta er smá svona hænan og eggið dæmi. Þú getur aldrei fengið það almenninlega ef þú ert föst í heilanum á þér.

9. Að gera sér upp fullnægingu – tilgangslaust

Að segja honum til. Ekki tilgangslaust.

10. Það verður betra ef maður er í sokkum

Ef það vantar hitann í þetta hjá ykkur þá þarftu kannski bara að fara í sokka. Þessir snillingar í áðurnefndum skóla í Hollandi komust líka að því að það er mikið erfiðara að fá’ða ef manni er kalt á fótunum.

Aðeins 50% náðu að fá fullnægingu þegar þeim var kalt á tánum en um leið og fólk var komið í sokka þá rauk talan upp í 80%. Miðaldra konur eru ekki feimnar við að skella sér í sokka til að fá þetta í gang. Og þessvegna karlinum líka.

11. Heiðarleiki: Ekki alltaf málið

Ok, þú varst eitthvað að velta því fyrir þér að prófa að halda framhjá? Kannski ertu jafnvel búin að stelast í sleik eða kíkja eitthvert í kaffi. Áttu að segja makanum frá því til að allt gangi betur hjá ykkur? ALLS EKKI!

Það gerir bara illt vera að tappa af eigin vondu samvisku í grunlausan makann. Það mun bara láta honum líða illa og skemma traustið sem er á milli ykkar.

Gleyptu bara þessa sektarkennd þína og haltu þér saman ef þú vilt að sambandið haldi áfram. Einbeittu þér svo að því að bæta sambandið þitt.

Það er örugglega ekki blómalykt af þessum.
Það er örugglega ekki blómalykt af þessum fola.

12. Ást í loftinu…

…svo lengi sem hann er ekki alltaf að úða á sig svitalyktareiði.

Auðvitað fer þetta aðeins eftir lifnaðarháttum hans en það hefur löngum verið sýnt og sannað að konur æsast upp bara af því að finna lyktina af manninum sem þær eru skotnar í. Svo rólegur á sápunni góði.

13. Það er aldrei of seint

Það er hægt að koma þessu í gang.

Kannski ertu týpan sem nennir aldrei að gera’ða nema á uppstigningardag og fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði.

En þú veist að það er aldrei of seint að byrja að hnoða þetta hjarta (og þessar rasskinnar). Kannski þarftu að pína þig í gang en það er eins með kynlífið og ræktina. Þú byrjar, venst því og getur svo ekki án þess verið.

14. Hvað oft, hversu stór, hvað margar fullnægingar í einu?

 Vinkonur ýkja alltaf á þriðja glasi. Engan samanburð hér.

15. Símasex? Já, já. 

Það er næstum eins gott og að vera á staðnum en allt of fáar konur milli 45-49 hafa prófað. Aðeins 18% kvenna á þessum aldri hafa prófað sig áfram með símasex skv könnun sem AARP lét gera árið 2004. Þetta gæti þó auðvitað hafa breyst.

16. Sjálfs er höndin hollust

Það tekur konu um það bil 4 mínútur að fá’ða ef hún tekur málin í eigin hendur en heilar 20 mínútur með forleik og samförum. Ef þér liggur á og langar mikið í þessa innri flugeldasýningu þá er bara að grípa til sinna ráða og bretta upp ermar… eða þú veist.

17. Fantasíur eru frábærar

Ef þér leiðist aðeins í bólinu skaltu bara bjóða Gerard Butler að vera með, eða George Clooney, eða Angelinu Jolie. Eða bara þeim öllum!

Að tapa sér í fantasíum hjálpar svakalega til í raunveruleikanum og það er eiginlega enn meira fjör að deila nokkrum þeirra með þínum heittelskaða. ABC News gerði óformlega könnun fyrir nokkrum árum þar sem kom á daginn að yfir helmingur para deilir fantasíum hvort með öðru. Og hverjar eru algengastar? Jú, óvænt kynlíf, trekantar og kynlíf með einhverjum í vinnunni.

18. Ef þú ert of þreytt þá ertu bara of þreytt

Eitt af því sem er best við að eldast er að kynnast sjálfri sér betur og betur og segja svo það sem manni finnst, – svo lengi sem það er gert af nærgætni. Vertu blíð, segðu að þig langi frekar að horfa á House of Cards og Game of Thrones í einni lotu og hann mun skilja það. Hann er nefninlega alveg eins. Nema þetta sé vikuleg uppákoma auðvitað.

19. Stærðin skiptir hann máli

Margar rannsóknir hafa leitt í ljós að kynin eru frekar mikið í ruglinu þegar kemur að typpastærðum. 85% kvenna eru reyndar alveg sáttar við stærðina á sínum manni, (samkvæmt rannsókn sem var gerð á 50.000 gagnkynhneigðum pörum) á meðan 45% karla eru ósáttir við sinn. Konur komnar á fertugsaldur vita, að það verður að láta hann vita, að þú sért sátt við það sem guð gaf honum. Reglulega.

20. Honum er sama…

 …þó þú mætir í flóneli í bólið.

21. Peningar eru ekki allt…

…en þegar kemur að kynlífi þá skipta þeir máli.

Ef marka má rannsókn sem gerð var af Newcastle háskóla árið 2009 þá borgar sig að eiga kærasta eða mann sem á peninga því þær sem deila bóli með slíkum bændum eru mikið líklegri til að fá fullnægingar, og það oft. Böggull fylgir þó oftast skammrifi því áhættusæknir menn eru mikið líklegri til að halda framhjá.

[heimild: womenshealth.com]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Í gær

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Í gær

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell