fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025

Fórnað á altari heilbrigðismálanna

Orðið
Miðvikudaginn 29. nóvember 2017 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að ráðherrakapall Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna sé um það bil að ganga upp. Miðað við nýjustu upplýsingar fær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðuneytið og Bjarni Benediktsson fjármálaráðuneytið. Sjálfstæðisflokkurinn mun þurfa að losa sig við einn ráðherra til að koma Vinstri grænum og Framsóknarflokknum fyrir, mun því annað hvort Kristján Þór Júlíusson eða Jón Gunnarsson þurfa að víkja. Páll Magnússon, Brynjar Níelsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þurfa einnig að kyngja þeim erfiða bita að þurfa að bíða lengur eftir ráðherraembætti. Birgir Ármannsson sömuleiðis.

Líklegast er að Guðlaugur Þór Þórðarson haldi utanríkisráðuneytinu, Sigríður Andersen dómsmálaráðuneytinu og Þórdís K.R. Gylfadóttir iðnaðar- og ferðamálaráðuneytinu. Líklegast þykir að Kristján Þór verði samgönguráðherra.

Sigurður Ingi Jóhannsson fer þá ýmist aftur í sjávarútvegsráðuneytið nema hann verði  landbúnaðarráðherra. Lilja Alfreðsdóttir verður þá menntamálaráðherra. Þá er spurningin hver þriðji Framsóknarmaðurinn verður ráðherra, hvort það verði Willum Þór Þórsson, Þórunn Egilsdóttir eða þá Ásmundur Einar Daðason. Ef marka má samsæriskenningar Miðflokksmanna þá yrðu jól alla daga í Skagafirði ef Ásmundur Einar fær landbúnaðarráðuneytið.

Líklegt er að Ari Trausti Guðmundsson oddviti VG í Suðurkjördæmi verði ráðherra, þá líklegast umhverfisráðherra nema Svandís Svavarsdóttir fari aftur þangað. Eftir situr þá spurningin, hverjum verður fórnað á altari heilbrigðismálanna? Verður það Svandís, verður það Ari Trausti, verður það Lilja Rafney eða verður það villikötturinn Rósa Björk?

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“
EyjanFastir pennar
Fyrir 13 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Handteknir fyrir að selja fjölda ólögráða ungmenna fölsuð skilríki

Handteknir fyrir að selja fjölda ólögráða ungmenna fölsuð skilríki
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool til í að taka á sig alvöru launapakka

Liverpool til í að taka á sig alvöru launapakka