fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Eyjan

Hlutabréfaverð í Icelandair rýkur upp eftir tíðindi dagsins

Eyjan
Mánudaginn 29. september 2025 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlutabréfaverð í Icelandair rauk upp um rúmlega 30% í fyrstu viðskiptum á hlutabréfamarkaði í morgun við þau tíðindi að samkeppnisaðilinn Play hefði hætt starfsemi. Hækkunin hefur aðeins gengið tilbaka og stendur í rúmum 24% þegar þessi orð eru skrifuð og er gengið um 1,20 krónur á hlut.

Eins og greint hefur verið frá tilkynnti stjórn flugvélagsins Play í morgun að tekin hefði verið ákvörðun um að hætta starfesemi félagsins og fella öll flug félagsins niður.  Ljóst er að fjölmargir strandaglópar, sem áttu flug bókað með Play, eru nú í hinum mestu vandræðum við að komast leiðar sinnar. Þá munu um 400 manns missa vinnu sína hjá félaginu.

Stjórnendur Play segja að ákvörðunin hafi verið þungbær en hún hafi verið nauðsynleg í ljósi þess að rekstur félagsins hafi gengið verr en vonir stóðu til, flugmiðasala hafi ekki verið léleg síðustu vikur og mánuði í kjölfar neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um reksturinn og þá hafi ríkt ósætti á meðal hluta starfsmanna félagsins vegna breytinga á stefnu þess.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Tilbúinn lóðaskortur keyrir upp lóðaverð og hækkar íbúðaverð

Vilhjálmur Egilsson: Tilbúinn lóðaskortur keyrir upp lóðaverð og hækkar íbúðaverð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Háskólaprófessor: Innrás frá Íslandi blasir við – Ísland á bara einn vin

Háskólaprófessor: Innrás frá Íslandi blasir við – Ísland á bara einn vin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Áhrifavaldar dottnir úr tísku

Nína Richter skrifar: Áhrifavaldar dottnir úr tísku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið