fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Eyjan
Föstudaginn 4. júlí 2025 10:39

Ari Kr. Sæmundsen, fyrrverandi framkvæmdastjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef sagt það áður og segi enn, ég botna ekkert í starfsháttum Alþingis. Nú eru þinglok fyrirferðarmikil í fréttamiðlum. Hvenær verða þinglok? Verið að reyna að semja um þinglok. Þetta virðist vera sérstakt áhugamál fréttamanna, svokallaðir sérfræðingar kallaðir til og málið reifað í þaula. Af hverju þessi mikli áhugi á þinglokum? Hafa fréttamenn svona miklar áhyggjur af því að þingmenn komist ekki í frí? (Reiknast reyndar til að þingmenn séu í fríi u.þ.b. 5 mánuði ársins, ef allt er talið.) Maður fær það óneitanlega á tilfinninguna að upphaf og endir alls í þinginu séu þessi blessuðu þinglok. Til að flýta fyrir þinglokum var boðað til fundar á sunnudegi og það varð allt vitlaust: Eigum við að vinna á sunnudegi? Sunnudagur er heilagur hvíldardagur. Það er eins og menn missi allt jarðsamband þegar þeir eru kosnir á þing. Það er fullt að fólki sem vinnur á sunnudögum og er ekki að kveinka sér, t.d. bændur, sjómenn, slökkviliðsmenn, heilbrigðisstarfsfólk, lögreglumenn, iðnaðarmenn, verkamenn, verslunarfólk, sjálfboðaliðar björgunarsveitanna, já nánast allir landsmenn, en ekki þingmenn: Vinna á sunnudegi. Þetta er guðlast.

Það má líkja þinglokum við húsbyggingu. Meirihlutinn vill byggja hús, en hefur láðst að viða að sér nauðsynlegu byggingarefni að mati minnihlutans, sem auk þess hefur efasemdir um val á byggingarefni og hvort ekki sé betra að nota skrúfur frekar en nagla í uppsláttinn. Að lokum verður húsið væntanlega byggt, með hraði, en dyr eru skakkar, þak og gluggar leka og fljótlega koma upp rakaskemmdir og mygla. En það er allt í lagi, reynt verður að lagfæra húsið á næsta þingi, sem endar oft með því að húsið er rifið og byggt að nýju með sama flumbrugangi.

Landsþekktur grínisti, sem rataði inn á þing, birti færslu þar sem hann sagðist ætla að skrópa í vinnunni, tíma hans væri betur varið við að viðra hundinn og fara í Bauhaus. Um leið notaði hann tækifærið og gerði grín að nokkrum starfsfélögum sínum í minnihlutanum. Sem grínisti er hann búinn að átta sig á því að vinnustaður hans er uppistand, uppistand sem er búið að flytja svo oft að það er hætt að vera fyndið, en virðist ekki átta sig á því að hann er sjálfur orðinn partur af gríninu. Sem nýr þingmaður, sem furðar sig á starfsháttum þingsins, hefur hann tækifæri, í samstarfi við aðra þingmenn, með sannfæringuna að vopni, að reyna að breyta þessu furðulega verklagi sem þinglok eru. Gerir hann það? Nei, hann fer í göngutúr með hundinn sinn í vinnutíma. Þingmenn mæta nefnilega í vinnuna að eigin geðþótta og alls ekki á sunnudögum.

Tillaga: Þingmenn! Takið höndum saman með forseta þingsins, breytið þingsköpum og kippið Alþingi inn í nútímann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn