fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Eyjan
Sunnudaginn 20. júlí 2025 10:30

Sigmar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mestan partinn af lýðveldistímanum hafa annaðhvort báðir eða annar flokkurinn auðvitað verið í ríkisstjórn. En núna verða þessi hreinu valdaskipti og ég held að þau séu ekki alveg búin að jarðtengja sig enn þá. Það er auðvitað stundum frústrerandi að vera í stjórnarandstöðu. Þig langar að gera fullt í pólitík en þú hefur ekki aflið til þess. En það er bara samt veruleikinn, menn verða bara að sætta sig við það,“ segir Sigmar.

Hann heldur áfram: „Ég man eftir svo mörgum samtölum hjá okkur í þingflokknum. Við vorum hundpirruð yfir því að okkur fannst ekki vera tekið tillit til okkar, fimm manna þingflokkur með háleitar hugsjónir og töldum okkur vera með fullt af góðum málum og allt þetta. En samtölin enduðu alltaf á sama veg: Við verðum bara að sætta okkur við það að við erum ekki í meirihluta og og þannig er það. Og við greiðum þá bara atkvæði gegn þessum málum ef við erum á móti þeim. Við sýnum andstöðu okkar í atkvæðagreiðslunni með því að ýta á rauða takkann en ekki með því að teppaleggja þingsalinn í hundrað og sextíu klukkutíma.“

Hann segir málþóf stjórnarandstöðunnar í veiðigjaldamálinu hafa verið hreinan og beinan skrípaleik. „Þetta er bara skrípaleikur og ég held að fólk þarna úti hafi upplifað þetta sem skrípaleik. Fólk var svona nánast orðið svona pirrað út í okkur fyrir að vera ekki búin að stöðva þetta fyrr.“

Það var náttúrlega farið að bera á gagnrýni á ríkisstjórnarmeirihlutann að láta þetta viðgangast.

„En þarna var það mat forseta og ég gagnrýni það ekki að það sé heppilegast að semja um þinglok. En ég held að þetta hafi bara verið lærdómsríkur tími bæði fyrir stjórnarmeirihlutann og stjórnarandstöðuna og ég veit ekki hvernig þau ætla að koma inn í næsta vetur. En það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur í ríkisstjórnarmeirihlutanum og alla landsmenn sem styðja okkur að virða það að það verður að vera góð og öflug stjórnarandstaða. Það er hluti af lýðræði, það er bara þannig. Þannig að við megum auðvitað ekki tala eins og hér sé alltaf bara einhver stjórnarandstaða að þvælast fyrir. En þarna í þessu málþófi var gengið allt of langt, það var gengið allt of langt.“

Maður fylgdist nú með Sjálfstæðisflokknum síðast þegar hann var í stjórnarandstöðu, 2009-13, og þá var hann í stjórnarandstöðu af mikilli hörku líka. En ég hjó eftir því að þingmenn flokksins og flokkurinn nýttu sér ekki tækifæri sem stjórnarandstaða hefur sem er til dæmis að leggja fram vel ígrunduð mál sem að eru samkvæmt þeirra stefnu. Það er vitað má að þau fara ekki í gegn, en þú færð þau á dagskrá, þú færð umræðu um þau og þar með ert þú sem stjórnarandstöðuflokkur að birta hvað þú værir að gera ef þú værir í ríkisstjórn. En það ber ekkert á því. Það er bara einhver andstaða við það sem stjórnin er að gera í stað þess að koma á framfæri: Þetta er nú það sem að við stöndum fyrir.

„Þetta er að mörgu leyti rétt hjá þér. Ég veit ekki hvort að þetta stutta þing hafi bara hreinlega haft einhver áhrif á það eða hvað …“

Það kann að vera, en svona var þetta alveg í fjögur ár.

„Já, en í öllum þessum samningaviðræðum við vorum að kanna hug þeirra til þess að að hvort að þau vildu kannski fá okkur þingmannamál í gegn eða eitthvað. Já, já, en það var ekki mikil stemning fyrir því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skýrsla Arion banka um árangur ársins 2024 af Konur fjárfestum

Skýrsla Arion banka um árangur ársins 2024 af Konur fjárfestum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum