fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Eyjan

Vaka stýrir COLLAB

Eyjan
Miðvikudaginn 16. júlí 2025 12:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vaka Njálsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Ölgerðinni sem vörumerkjastjóri COLLAB.

Vaka starfaði áður hjá Nova í markaðsdeild og vöruþróun, þar sem hún vann að fjölbreyttum verkefnum tengdum markaðssetningu, stafrænni þróun og vöruframboði. Þar áður var hún hjá Sony Music í Danmörku, þar sem hún sinnti ráðgjöf við útgáfu og markaðssetningu á tónlist. Vaka er með BSc gráðu í hagfræði og hefur jafnframt stundað nám í ljósmyndun.

Velgengni COLLAB hefur verið ævintýraleg frá því að drykkurinn kom á markað fyrir aðeins sex árum síðan og óhætt að segja að vörumerkið hafi slegið í gegn hjá þjóðinni. Síðustu misseri hefur Ölgerðin flutt COLLAB á erlenda markaði og hafa viðtökur þar verið góðar bæði í Danmörku og nú síðast Þýskalandi.

„Ég er spennt fyrir að takast á við nýtt hlutverk og er þakklát því trausti mér mér er sýnt með því að fela mér þetta verðmæta vörumerki. Ég hef trú á að COLLAB eigi mikið inni, bæði hér heima og erlendis, vegna sérkenna drykkjarins þegar kemur að sjálfbærni og beinni tengingu við íslenska náttúru og menningu. Ég hlakka til að vinna að enn glæstari framtíð COLLAB með öflugu teymi hérna hjá Ölgerðinni,“ segir Vaka.

„Innan Ölgerðarinnar er mikil vöruþróun og markaðsstarfið er kröftugt. Að fá Vöku með okkur í lið til að vinna með eitt okkar sterkasta vörumerki er frábært. Hún er öflug viðbót í sterkt teymi vörumerkjastjóra Ölgerðarinnar,“ segir Elísabet Austmann, markaðsstjóri óáfengra drykkja hjá Ölgerðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“