fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Eyjan

Segist þreyttur á skítadreifurum Sjálfstæðisflokksins – „Eina sem núverandi dómsmálaráðherra gerði var að þrífa upp“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 18. júní 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segist orðinn þreyttur á skítadreifurum Sjálfstæðisflokksins. Segir hann þá nú halda því fram að núverandi ríkisstjórn beri ábyrgð á verkleysi fyrrum dómsmálaráðherra í máli fyrrum vararíkissaksóknara.

„Litlu skítadreifarar Sjálfstæðisflokksins. Nú eru dreifararnir að úða því út að núverandi ríkisstjórn beri ábyrgð á verkum og verkleysi Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem dómsmálaráðherra í máli Helga Magnúsar Gunnarssonar, sem kostar samfélagið gríðarlega háar upphæðir,“

segir Sigurjón í færslu á Facebook. Með henni deilir hann færslu af Tvitter, þar sem karlmaður segir: „Óhlýðni ríkissaksóknnara og kjarkleysi dómsmálaráðherra valda skattgreiðendum ótrúlegu tjóni. Mig verkjar í skattana mina alla daga.“

Núverandi ríkisstjórn samansendur af Flokki fólksins, Samfylkingunni og Viðreisn, og kemur núverandi dómsmálaráðherra úr flokki Viðreisnar. Dómsmálaráðherra þegar mál Helga Magnúsar kom upp var úr Sjálfstæðisflokknum og núverandi formaður flokksins.

Sigurjón segist taka það fram að hann hafi mikla samúð með málstað Helga Magnúsar sem mátti sæta ofsóknum af hendi Mohamad Thor Jóhannessyni sem hefði átt fyrir löngu að vera kominn úr landi.

„Núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins tók á sínum tíma bæði svo seint og illa á málum að útilokað var að vinna úr málum nema þá aðeins með ærnum kostnaði og viðhélt pattstöðu í málinu,“ segir Sigurjón og vitnar til orða fyrrum dómsmálaráðherra Guðrúnar Hafsteinsdóttur þegar hann tók ákvörðun í máli Helga Magnúsar:

„Núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði við sína ákvörðun: „Það er afstaða dómsmálaráðherra að ummæli vararíkissaksóknara hafi ekki aðeins verið óviðeigandi og í ósamræmi við stöðu hans sem embættismanns, heldur hafi þau einnig verið til þess fallin að draga úr og grafa undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild og síðan áfram „Á hinn bóginn var tjáning vararíkissaksóknara sett fram við sérstakar aðstæður, niðurstaða dómsmálaráðherra að veita vararíkissaksóknara ekki lausn um stundarsakir.“

Segir Sigurjón Guðrúnu hafa slegið úr og í í málinu

„Og þannig fengu vararíkissaksóknari og ríkissaksóknari bæði réttlætingu fyrir því að viðhalda óþolandi ástandi innan þeirra réttindamúra sem æðstu embættismenn þjóðarinnar njóta. Það eina sem núverandi dómsmálaráðherra gerði var að þrífa upp eftir núverandi formann Sjálfstæðisflokksins í ráðuneytinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni