Hann elskar gull og hefur fengið sérstakan „gullmann“ til liðs við sig til að skreyta forsetaskrifstofuna í Hvíta húsinu.
People og The Wall Street Journal skýra frá þessu og segja að ef horft er í kringum sig í Hvíta húsinu sé ekki um að villast. Gull, gull og meira gull blasi við.
Það var „gullhönnuðurinn“ John Icart sem sá um að setja skreytingarnar upp en hann sá einnig um að hið sama í einkahýbílum Trump í Mar-a-Lago í Flórída.
Meðal þess sem Icart hefur gert er að setja mörg af málverkunum í Hvíta húsinu í gullramma, þar á meðal málverk af Trump og varaforseta hans, J.D. Vance.
Arinhillan fékk einnig upplyftingu í anda Trump og forsetaskrifstofan fékk skjaldarmerki Trump úr gulli.
Karoline Leavitt, talskona Trump, staðfesti þetta í tölvupósti til The Wall Street Journal og skrifaði: „Gullna skrifstofan fyrir hinn gullna tíma.“