fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Eyjan

Sahara og Disko í samstarf

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. maí 2025 15:16

Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri Sahara, Gunnar Kolbeinsson, meðstofnandi Diskó og Jón Gísli Ström, markaðsstjóri og Partner hjá Sahara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sahara og Diskó hafa skrifað undir samstarfssamning sem felur í sér að Sahara muni styðja við sölu til nýrra viðskiptavina, innleiðingu og ráðgjöf til fyrirtækja sem hafa áhuga á að nýta sér tækifæri sem felast í þjónustuframboði Diskó á Íslandi.

Diskó er SMS-lausn sem gerir fyrirtækjum kleift að safna viðskiptavinum í vildarklúbba og senda þeim SMS-tilkynningar, til dæmis til að láta vita af afsláttardögum eða nýjum tilboðum. Fyrirtæki geta þá einnig tengt Diskó við sölukerfin sín, eins og Shopify, til að senda viðskiptavinum sjálfvirk SMS, eins og segir í fréttatilkynningu.

„Diskó byrjaði sem mjög saklaus hugmynd en okkur fannst fyrirtæki oft eiga í miklum vandræðum með að ná til bestu viðskiptavina sinna á hagkvæman og markvissan hátt hérna heima á Íslandi. Tölvupóstar og SMS eru í eðli sínu ólíkar samskiptaleiðir en við trúum því að öll fyrirtæki ættu að nýta sér báða miðla til að fá sem mest út úr sínum herferðum. Þegar Sahara hafði samband með hugmynd að samstarfi kom enn betur í ljós hve mikil þörf var fyrir lausn eins og þessa. Samstarfið við Sahara er kærkomið en með því getum við einbeitt okkur að því að þróa Diskó áfram til að það nýtist fyrirtækjum sem best,“ segir Gunnar Kolbeinsson, meðstofnandi Diskó.

„Við höfum verið að skoða leiðir til að styrkja þjónustuframboð okkar samhliða póstlistamarkaðssetningu og leikjavæðingu herferða. Eftir að hafa kynnt okkur Diskó og þá lausn sem þau bjóða upp á, sáum við að þarna væru gríðarleg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki sem þau geta nýtt sér á einfaldan og skilvirkan hátt og erum við full tilhlökkunar að byrja að innleiða Diskó til okkar viðskiptavina,“ segir Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri Sahara.

Aðgerðir sem skila árangri

Í heimi þar sem stafrænir miðlar breytast hratt og aðgengi að gögnum takmarkast vegna minni notkunar á kökum (e. cookies), hefur bein markaðssetning, þar á meðal tölvupóstur og SMS, reynst öflugri en margir gera sér grein fyrir, sérstaklega þegar kemur að því að byggja upp langtímasambönd, tryggð og endurtekna sölu.

Helsta þróunin á þessu sviði felur í sér aukna sjálfvirkni, notkun gervigreindar, meiri áherslu á eigin gögn og einfaldari framsetningu skilaboða. Fyrirtæki nýta nú verkfæri á borð við Klaviyo og HubSpot til að búa til sérsniðin skilaboð og sjálfvirka ferla sem byggja á hegðun notenda – eins og „velkomin-pósta“, áminningu um yfirgefnar körfur og sértilboð til ákveðinna hópa. Þá eru samþættingar við vefverslanir og CRM-kerfi (viðskiptatengslakerfi) að verða sífellt mikilvægari, þar sem gögn úr mismunandi kerfum vinna saman að því að hámarka árangur.  

„Við höfum síðastliðin tvö ár unnið markvisst með íslenskum fyrirtækjum að innleiðingu póstlistakerfa eins og Mailchimp og Klaviyo með frábærum árangri. Allir helstu mælikvarðar sem við höfum skoðað staðfesta að bein markaðssetning í gegnum snertileiðir eins og póstlista og SMS sé mikilvægur hluti af heildarmarkaðsstarfi fyrirtækja. Með því að tengja SMS-sendingar við heildarnálgunina í gegnum Diskó skapast enn fleiri spennandi tækifæri,“ segir Jón Gísli Ström, markaðsstjóri hjá Sahara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sunna Kristín ráðin sem verkefnastjóri hjá atvinnuvegaráðuneytinu

Sunna Kristín ráðin sem verkefnastjóri hjá atvinnuvegaráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarandstaðan hafi tafið úrbætur í leigubílamálum í gær – „Kjósendur þessara flokka hljóta að vera afar stoltir af sínu fólki“

Stjórnarandstaðan hafi tafið úrbætur í leigubílamálum í gær – „Kjósendur þessara flokka hljóta að vera afar stoltir af sínu fólki“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Evrópuferð ríkisstjórnarinnar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Evrópuferð ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dómsmálaráðherra skaut föstum skotum á Alþingi í dag – „Og hvað gerist þá? Miðflokkurinn, hann ærist“

Dómsmálaráðherra skaut föstum skotum á Alþingi í dag – „Og hvað gerist þá? Miðflokkurinn, hann ærist“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“

Hljóðupptökur af Joe Biden „skekja Bandaríkin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Uppgjörið við eftirhrunsmálin

Björn Jón skrifar: Uppgjörið við eftirhrunsmálin