fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Eyjan

Guðmundur Ingi Kristinsson: Mikilvægt að hlusta – ekki bara tala

Eyjan
Föstudaginn 11. apríl 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Námsmatskerfið, sem verið er að innleiða, mun gerbreyta öllu utanumhaldi í skólastarfi og tryggja að allar upplýsingar um nemendur séu miðlægar og fylgi þeim jafnvel þótt þeir skipti um skóla og skólaumdæmi. Þá er sérstaklega hugað að því að hægt sé að bregðast við ef þörf er á aukaaðstoð fyrir nemendur. Það mikilvægasta er að hlusta og þá ekki síst á börnin, segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, sem er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Guðmundur Ingi - 1
play-sharp-fill

Eyjan - Guðmundur Ingi - 1

Þetta er náttúrlega gríðarlega mikilvægur málaflokkur. Þetta eru menntamálin og barnamálin, þetta er fjöreggið okkar, sem þú heldur á.

„Þetta skiptir bara öllu máli. Við vitum hvernig staðan hefur verið, við vitum um þá drengi sem hafa flosnað upp úr skólakerfinu vegna þess að þeir hafa ekki getað lesið sér til skilnings. Þetta eru hlutir sem við ætlum að taka virkilega á. Við verðum að hugsa um börnin fyrst, númer eitt, tvö og þrjú. Hugsum um börnin, hlustum á börnin. Við sem erum í pólitík viljum oft bara tala og tala en við þurfum stundum líka að hlusta. Þannig getum við komið góðum hlutum áleiðis,“ segir Guðmundur Ingi.

Meðal mála sem eru í umræðunni er námsmatið. Sumir, sérstaklega í stjórnarandstöðunni, vilja endilega taka aftur upp samræmd próf. Þetta námsmat, þetta er samræmt námsmat, þetta er ferli sem fylgist með börnunum yfir skólagönguna.

„Já, þarna er verið að fylgjast með alveg frá fjórða bekk upp í 10. bekk. Það er samfella í þessu öllu. Ég var á kynningu hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu um það hvernig þau ætla að halda utan um þetta mat og það verður stórkostlegt þegar þetta er komið virkilega af stað vegna þess að þá er verið að fylgjast með barninu algerlega frá byrjun og alveg upp í 10. bekk. Það sem er frábært í þessu er að ef einhvern vantar aðstoð, talmeinafræðing eða vegna t.d. lesblindu, þá er líka verið að fylgjast með því og upplýsingarnar verða allar á einum stað.“

Guðmundur Ingi segir að sífellt verði metið hvernig hlutirnir skila sér, hvort þeir virki fyrir barnið. „Ef ekki þá getum við gripið inn í og reynt að finna annað sem virkar.“ Hann segir að með þessu sé m.a. verið að reyna að taka á því vandamáli þegar börn týnist í kerfinu og fái ekki þá aðstoð sem þau þurfa. í þessu kerfi fylgi allar upplýsingar barninu, líka þegar það fer í anna skóla eða skólaumdæmi. Það sé mjög mikilvægt upp á utanumhald.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Eigum ekki að fara í ESB bara á efnahagslegum forsendum

Vilhjálmur Egilsson: Eigum ekki að fara í ESB bara á efnahagslegum forsendum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
Hide picture