fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
EyjanFastir pennar

Reiði skólameistarinn

Eyjan
Fimmtudaginn 4. desember 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn vafi leikur á því að lög frá 1996 sem útrýmdu nær til fulls æviráðningum embættismanna voru mikið framfaraskref. Í stað æviráðninga var skilgreindur skipunartími sem menn skyldu sitja í embætti og embættið svo auglýst eða þeir endurskipaðir.

Reyndar þekkist æviráðning enn í takmörkuðum mæli, einkum í refsivörslukerfinu sem byggir á þrískiptingu ríkisvaldsins. Fram til þess að lögin frá 1996 tóku gildi var æviráðning embættismanna meginregla. Sjónarmiðið að baki því fyrirkomulagi var aðallega að tryggja að pólitísk áhrif næðu ekki til þeirra sem sætu í embættum á vegum ríkisins.

Eitt af baráttumálum opinberra starfsmanna hefur verið að samræma kjör sín við þau sem gerast og ganga á almenna markaðnum. Hefur sú barátta einblínt á launakjör en síður á starfsöryggi eða lífeyrisréttindi.

Því er þetta rifjað upp að í liðinni viku var skólameistara einum tilkynnt að embættið sem hann sat yrði auglýst að skipunartíma hans liðnum. Hann kynnti þá aðstöðu fyrir samstarfsfólki sínu í gær og hefur síðan farið mikinn í fjölmiðlum. Helst er að skilja á manninum að hann eigi þetta embætti skuldlaust og finnist hann eigi að sitja í því svo lengi sem hann lystir, eða því sem næst. Auðvitað er manninum frjálst að sækja um að nýju og mun það hafa komið fram þegar honum voru kynnt áform ráðherrans.

Þá hefur komið fram í máli hans að hann telji þetta litlar þakkir eftir langa þátttöku í menntamálum sem er sérkennileg útlegging. Vissulega hefur skólameistaranum verið þakkað mánaðarlega með launagreiðslum úr ríkissjóði og fyrir nær fimm árum hlaut hann endurskipun í embættið.

Augljóst er að reiðin og biturðin stýra viðbrögðum skólameistarans og hefði verið ágætt ráð að hinkra aðeins með framkomu í fjölmiðlum úr því sú er staðan.

Í þeim viðtölum sem vísað er til birtist embættismaðurinn uppfullur sjálfshóls og hreykir sér af löngum og ítarlegum menntaferli og má af því ráða en enginn annar finnist jafnhæfur honum í embættið.

Það er ástæða fyrir því að lögunum var breytt árið 1996. Það var nefnilega öðrum þræði til að geta beitt þeim rétti veitingarvaldsins að auglýsa embætti laus til umsóknar. Það grundvallast á mikilvægi þess að ávallt sitji sem hæfastur maður í embættinu.

Örlað hefur undanfarið í opinberri umræðu á því að embættismenn telji að brotinn sé á þeim réttur standi til að auglýsa embættið. Með hliðsjón af framangreindu er það augljóslega fráleitt sjónarmið. Með þessum orðum er meðal annars vísað til lögreglustjóra eins sem nýlega var svipað ástatt um og skólameistaranum. Öll viðbrögð hans voru á sömu lund og hér er lýst.

Í viðtölum við skólameistarann fullyrðir hann að veitingarvaldið sé að ná fram hefndum gegn honum vegna skótaus venslamanns annars ráðherra sem hafði misfarist innan veggja skólans og honum virðist ekki hlátur í hug sem hefði þó verið tilefni til.

Af þessu tilefni hóf hann máls á því að ráðherrar væru ekki beinlínis í umboði kjósenda og skilgreina þyrfti skilyrði þess að menn gætu orðið ráðherrar – eins og staðan sé gæti hver sem er orðið ráðherra! Jahérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hvernig væri lífið án EES?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hvernig væri lífið án EES?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima?